Samvinnan - 01.10.1933, Side 168
390
S A M V I N N A N
er sú hindrun venjulega næg til þess, að barnið hikar við
og hugsar sig um, en það brynjar það gegn freistingunni.
Sparisjóðurinn er einskonar sparibaukur í stórum
stíl. Smáupphæðir þær, sem inn eru lagðar, eru vitanlega
á takteinum fyrir eigandann hvenær sem er, en þó hefir
hann þær hvorki í hendi sér né í vasa sínum. Til þess
að ná í þær þarf hann alltaf að hafa nokkra fyrirhöfn,
og það tekur hann lengri tíma en að mölva sparibauk.
Til þess að hvetja til sparsemi veita sjóðir þessir
innieigöndum dálitla vexti. En þeir vextir ættu að telj-
ast einskonar verðlaun, sem örvar sparsemi, og mega
ekki vera of háir. Hlutverk sparisjóðsins er í raun og
veru ekki það að vera innlánsstofnun. Sparisjóðurinn er
til þess gerður að gefa mönnum kost á að spara saman
fé smátt og smátt, og þá fyrst, þegar innieign er orðin
töluverð, er tími til kominn að leggja hana í arðbær
fyrirtæki til þess að fá tekjur af henni. Og þá er rétt
að eigandinn taki hana úr sparisjóðnum og komi henni
fyrir, þar sem vænlegt er, að hún geti gefið af sér arð.
2. Stofnanir þær, sem nefndar eru neyzlufélög með
samvinnusniði (kaupfélög), eru líka til þess gerðar að
auka spamaðinn, enda þótt nafnið bendi til neyzlunnar
en ekki sparnaðarins. Þau draga úr þeirri sjálfsafneitun,
sem oft er sárasti broddur sparseminnar. Þau hafa leyst
úr þeirri þraut, sem annars virtist ólevsandi, að láta menn
cpara ósjálfrátt og án þess að þeír viti af því. Og það
er gert með þeim ráðum, sem vér höfum áður lýst. Vörur
eru keyptar með heildsöluverði, en seldar félagsmönnum
við venjulegu smásöluverði, en ágóði sá, sem næst á þenn-
an hátt, er færður á reikning félagsmanna og honum
skilað í hendur þeirra við árslok, eðá skrifaðir hjá hon-
um sem innieign.
Gerum ráð fyrir, að verkamaður kaupi vörur í kaup-
félagi sínu fyrir 1000 krónur, og gróði kaupfélagsins sé
10%, þá er sparnaðar hans orðinn um áramót 100 krón-
ur, og sá sparnaður hefir ekki kostað hann neitt. Hann