Samvinnan - 01.10.1933, Síða 169
SAMVINNA N
:>91
}ieí'ir ekki þurft að takmarka eða skerða neyzlu sína á
neinn hátt. Hún hefir verið jafnmikil og áður; hann hefir
fengið betri matvörur, hann hefir ekki borgað meira fyrir
þær, e.f til vill heldur minna en hjá kaupmönnum — og
þrátt fyrir þetta hefir hann sparað saman fé — og það
því meira, því meira sem hann hefir verzlað. Menn hafa
því sagt bæði í gamni og alvöru um þetta fyrirkomulag
kaupfélaganna, að í því fælist ráð til þess að spara því
meira, því meira sem maður eyðir* 1).
IV.
Tryggingai-.
Tilgangur sparseminnar er venjulega sá, að sjá við
íyrirsjáanlegum þörfum í framtíðinni Menn draga sam-
an til ellinnar og handa börnum sínum. En sparsemin er
einnig nauðsynleg til þess að vera viðbúinn óvæntum at-
vikum, þ. e. a. s. til þess að vega á móti hugsanlegu tjóni,
sem orðið getur vegna margvíslegrar hættu, sem vofir
yfir mönnum sjálfum (sjúkdómar, slys, fötlun, elli o. fl.)
eða eignum þeirra (eldsvoði, ofviðri, þjófnaður o. fl.).
Slíkt tjón getur leitt af sér gereyðingu nytsemda, og gert
menn ófæra til framleiðslustarfa.
Sparnaður einstakra manna vegur þó lítið upp á móti
þessu, því að það er flestum ofraun að safna svo miklum
forða, að hann nægi til að bæta slík tjón, t. d. húsbruna.
Og þar að auki yrði sá maður að binda þetta fé sitt, oft-
ast að nauðsynjalausu, því að sem betur fer er slíkt tjón
ekki algengt. En hér gera samtökin kraftaverk. Óvænt
tjón, svo sem eldsvoði eða þjófnaðui’, lendir sjaldan á
l) þessi sparnaðanáö eru þó engan veginn aðaltilgangur
kaupfélaganna, eins og sjá má á því, sem um þau er sagt hér
frarnar í bókinni. En fé það, sem safnazt hefir á þennan hátt
i kaupfélögunum á Englandi, skiptir þó mörgum hundruðum
miljóna.