Samvinnan - 01.10.1933, Side 171
S A M V I N N A N
393
að með tilstilli trygginganna má endurreisa það, sem fall-
ið hefir í rústir. Það hefði t. d. tekið miklu lengri tíma
að endurreisa San Francisco eftir jarðskjálftana, ef engar
tryggingar hefði verið fyrir hendi.
Það er augljóst, að tryggingar eru ekki hugsanlegar
gegn öðru tjóni en því, sem verður án vilja mannsins og
án þess að hann fái við ráðið. Það tjón, sem menn baka
sér sjálfir meira og minna viljandi, mega þeir sjálfum sér
um kenna, og trygging gegn slíku tjóni væri í alla staði
ósiðmæt, því að hún myndi veikja mjög ábyrgðartilfinn-
ingu manna. Ennfremur myndi það koma hverri trygging-
arstofnun á kné, því að hún væri þá algerlega á valdi
tryggjandanna og háð duttlungum þeirra. Það er auð-
skilið mál, að það væri hrein og bein bábilja að tryggja
skólapilt gegn því að falla á prófi, kaupmann gegn gjald-
þroti, konu eða karl gegn því að pipra. En margs konar
áhættur eru bil beggja, þannig að ekki er ógerningur að
tryggja gegn þeim, en þó mjög örðugt; t. d. má minna á
tryggingar gegn atvinnuleysi eða verkföllum, sem áður
er um ritað.
Til eru líka þær tryggingar, sem telja verður hættu-
legar. Þannig var t. d. líftrygging bönnuð á þeim tímum,
er borgaralögin frönsku voru sett, fyrir nálægt hálfri ann-
ari öld. Og hvers vegna það? Af því að vonin um vissa
fjárhæð við dauða annars manns gat leitt af sér þá ósk,
að hann dæi sem fyrst, og jafnvel freistað manna til þess
að flýta fyrir dauða hans. Og þessi ótti er alls ekki út í
loftið, því að menn hafa tekið eftir, að barnatryggingar,
sem t. d. eru almennar hjá verkafólki í franska fylkinu
Nord, hafa leitt af sér giæpi og aukið barnadauða.
En sem betur fer eru þetta undantekningar, sem alls
ekki vega upp á móti hinu, þegar líftryggingarnar eru
gerðar af einskærri og skynsamlegri fyrirhyggju. Er það
ekki vel hugsað af heimilisföður, sem óttast, að hann deyi
frá heimili sínu, að tryggja heimilinu vissa fjárhæð eftir
sinn dag, sem getur bjargað því frá örbirgð? Og þurfi
hann á láni að halda, getur honum reynzt erfitt að fá það,