Samvinnan - 01.10.1933, Side 173
S A M V I N N A N
395
þau greiða tryggj öndum; það er með öðrum orðllm, að
þau láta tryggjendur greiða tvöfalt við það, sem vera
þyrfti. Nú á dögum hneigjast menn því allmjög að því,
að taka upp gagnkvæmar tryggingar til þess að ráða bót
á þessum misfellum.
4. Enn er hugsanleg fjórða tryggingaraðferðin, og
það er r í k i s t r y g g i n g. Hún getur verið bæði frjáls
og skyldubundin. Skyldubundin ríkistrygging gegn elds-
voða er í Sviss, og í Þýzkalandi gegn slysum, öryrkju og
elli. eins og áður er lýst. I Frakklandi hafa menn barizt
fyrir henni á síðari árum, til þess að auka ríkistekjurn-
ar. Jafnaðarmenn lofa mjög þessa tr.vggingaraðferð, ekki
aðeins af því að hún er ríkinu tekjulind, heldur einnig
af því, að hún er spor í áttina að þjóðnýta fjármagnið.
Ekki skortir þó andmælendur. Þeir fullyrða, að slík
ríkiseinokun muni alls ekki veita ríkinu þær tekjur, sem
til er ætlazt. í fyrsta lagi myndi ríkið ekki geta skorazt
undan að greiða skaðabætur til tryggingarfélaga þeirra,
sem fyrir væri og upptæk yrði gerð, og þar með myndi
ríkið binda sér þunga skuldabyrði. Auk þess myndi slíkar
tryggingar leiða af sér alls konar pretti og sviksemi af
hendi tryggjandanna; ýmist myndi þeir fela áhættuna,
heimta óhæfilega háar skaðabætur eða valda sjálfir tjóni,
þegar gott færi gæfist. Bæði fjármögnuðu félögin og jafn-
vel gagnkvæmu félögin hafa átt fullt í fangi með að sjá
við slíkri sviksemi. Hættan er því sú, að ríkið verði fé-
flett. Þar er enginn til þess að hugsa um ágóðahlutann,
eins og hluthafarnir í stóru félögunum, og þar vakir ekki
sú ábyrgðartilfinning, sem leiðir af auðveldu eftirliti, eins
og í gagnkvæmu félögunum, og ríkið hefir ekki einu sinni
aimenningsálitið sín megin, því að til er sú skoðun, að
það sé enginn stuldur að stela frá ríkinu.
Hins vegar er gróði sá, sem líftryggingar- og bruna-
tryggingarfélögin fá af iðgj aldagreiðslunni, ekki eins
mikill og áður var. Hinir miklu ágóðahlutar, sem félög
þessi greiða hluthöfum sínum, stafa fyrst og fremst frá
tekjunum af því mikla fjármagni, sem þau söfnuðu áður