Samvinnan - 01.10.1933, Page 174
896
S A M V I N N A N
fyrr. Það fé verður ekki af þeim tekið, þótt þeim yrði
meinuð tryggingarstarfsemi. Aftur á móti er ekki um
neinn gróða að ræða hjá gagnkvæmu félögunum.
Stuðningsmenn ríkistrygginganna halda þvi fram, að
þær sé hægt að reka með minni tilkostnaði en trygging-
ar íjármögnuðu félaganna þar eð ekki þurfi að greiða
neina ágóðahluta, -— og einnig með minni tilkostnaði en
gagnkvæmu tryggingarnar, vegna þess að ríkistrygging-
in er skyldubundin fyrir alla landsbúa, og iðgjöldin verði
mjög lág, þegar þátttaka er svo almenn. Menn haldi því
einnig fram, að með henni sparist mjög mikil umboðslaun,
sem önnur félög verði að greiða, en það er mjög hæpið,
þvi að ríkið verður auðvitað að hafa sína umboðs- og
eítirlitsmenn, þótt ekki væri til annars en gæta þess, að
ekki sé höfð um hönd sviksemi.
Enda þótt ekki sé gert ráð fyrir, að ríkið sjálft taki
að sér tryggingarstarfsemina, getur það látið sig málið
skipta á ýmsan hátt.
1. Það getur létt undir og jafnvel veitt beinan styrk
til gagnkvæmu trygginganna, þegar mikið er í húfi, t. d.
eldsvoði, sjúkdómar, gripatjón, vatnsflóð eða ofviðri hef-
ir geisað — alveg eins og það veitir beinan styrk til bún-
aðarfélaga og atvinnulausra verkamanna.
2. Með því að hafa eftirlit með starfsemi tryggingar-
félganna. Það er líka gert, því að lögin íyrirskipa, að
safna skuli varasjóði, og ef útlent félag á í hlut, þá er
algengt að leggja því þá skyldu á herðar að eiga vissan
varaforða í innlendum verðbréfum.
V.
Arðnýting.
Þó að vér tölum um arðnýting fjárins í kaflanum
um sparsemi, þá er það ekki af því, að spamaður og arð-