Samvinnan - 01.10.1933, Page 176
398
S A M V I N N A N
því að vera óhætt fyrir þjófum og ræningjum, yfirgangi
stjórnvaldanna og sviksemi skuldunauta.
Nú á tímum er þetta hvorttveggja öðruvísi. Stjórnar-
farslegt ör.vggi á nú að heita í hverju siðmenningarlandi,
enda þótt siðferðilegt öryggi, þ. e. skilvísi og áreiðan-
leiki, sé tæpast meira en áður var. Og nú standa ótal
leiðir opnar öllum þeim, sem vilja arðnýta fé sitt, leiðir,
sem áður voru óþekktar með öllu. Árið 1815 voru 5 teg-
undir verðbréfa skrásettar í kauphöli Parísar, 1869 voru
þær 402 og nú eru þær hátt á annað þúsund. Þó er fjöldi
franskra verðbréfa þar að auki skrásettur víðsvegar úti
um landið og í öðrum löndum. Allir þeir, sem nú á tím-
um vilja arðnýta fé, geta valið um, hvort þeir vilja verja
því til hlutakaupa í iðn- og fjáraflafyrirtækjum, eða
leggja það í lánsstofnanir fyrir jarðyrkju og fasteignir
eða kaupa fyrir það ríkisskuldabréf. Alstaðar er loíað
vöxtum, ýmist háum eða lágum, og jafnvel hærri endur-
greiðslum en lánin eru upphaflega, og jafnvel er heitið
happdrættisvinningum, þeim, sem helzt kjósa að verja fé
sínu upp á von og óvon. Það mætti vel segja, að mögu-
leikarnir tii arðnýtingar sé orðnir allt of margir, því þeir
gera mönnum of hægt um vik með að lifa á rentum af fé
sínu, en of mikið má að því gera eins og öllu öðru, enda
þótt oft megi réttlæta það. Ef menn ætti ekki eins hægt
með að arðnýta fé sitt og nú er, þá myndi margur neyð-
ast til að hagnýta það sjálfur og reka iðnað, verzlun eða
búskap.
Víst er um það, að fjöldi smærri fjáreignamanna
hefir vaxið afar mikið á seinni tímum. Ekkert dreifir fénu
eins mikið og arðnýting þess. Sagt er t. d., að handhafar
franska ríkisskuldabréfa sé yfir tvær miljónir að tölu.
Gagnsemi arðnýtingarinnar fyrir framleiðsluna verð-
ur ekki um deilt. Það er hún, sem veitir stórfyrirtækjun-
um rekstrarfé, og án hennar myndi ekki fást til þeirra
stofnfé heldur.
Arðneyzlan er því þjóðfélaginu gagnlegri en bæði
fjársöfnun í kistuhandraðann og gjöldin. Slík fjársöfnun