Samvinnan - 01.10.1933, Síða 177
S A M V I N N A N
399
er alltaí gerð í eigingjörnum tilgangi og gjöldin oftast, en
arðnýtingin verður alþjóð að gagni. Sá, sem arðnýtir fé
sitt, fær það öðrum í hendur til framleiðsluþarfa, í stað
þess að nota það sjálfur til þess að fullnægja nútíðar-
eða framtíðarþörfum. Auðvitað fer fjáreignamaðurinn
ekki þannig að ráði sínu af einskærri mannást; tilgangur
hans er að græða meira. En árangurinn verður sá sami,
að féð kemur til almennra nota. Stuart Mill hefir sagt,
að menn komi ekki síður verkamönnum að liði með þeim
nytsemdum, sem þeir neyta ekki, en með hinum, sem
þeir neyta. Gerum ráð fyrir, að fj áreignamaður kaupi
hlutabréf í námu- eða járnbrautarfyrirtæki eða þá
skuldabréf sömu félaga1). Hann afhendir þá félaginu þá
peninga, sem jafngilda verðmæti bréfanna. Og hvað
gerir þá félagið við peningana? Mundi það læsa þá niður?
Vissulega ekki. Ef það hefði verið ætlunin, þá hefði það
áreiðanlega ekki farið að taka lán til þess. Auðvitað notar
það þá til þess að grafa ný námugöng, leggja nýjar járn-
brautir, kaupa steinkol, greiða þjónustumönnum sínum
og verkamönnum laun og bæta við sig verkamönnum o. fl.
Og sama er að segja um hverja aðra arðnýtingu fjár
sem er.
En samt sem áður hafa þeir, sem arðnýta fé sitt,
mætt sömu óvildinni og hinir, sem leggja það fyrir í
handraðanum. Menn halda, að þeir, sem safna verðbréfum
og öðrum arðberandi verðmætum, sé með því að draga fé
úr umíerð. Menn sjá þá ekki, að peningar þeirra manna
eru víðs fjarri þeim, að þeir fara heiminn á enda, ganga
kaupum og sölum og eru notaðir til þess að launa verka-
mönnum einhvers staðar úti í heimi, ef til vill Kínverj-
um austur í Asíu eða Köffum suður í Transvaal.
Auðvitað hefir óvildin við nokkur rök að styðjast,
x) Hér er átt við, að bréfin sé keypt um leið og þau eru
gefin út, því að sé þau kcypt í kaupliöll, er ekki um annað að
ræða en eigandaskipti. Og þó geta eigandaskipti eintóm orðið
til þess að auka framleiðsluna, því að seljandi slíkra bréfa
yrði þá að arðnýta söluvcrðið á einhvern hátt.