Samvinnan - 01.10.1933, Side 178
400
S A M V I X X A N
því að það fé, sem notað er, verkalaun í öðrum heims-
álfum, kemur ekki verkamönnum í heimalandinu að nein-
um notum. Arðnýtingin hefir oftast í för með sér út-
ílutning fjárins, en ef skynsamlega er að farið, kemur
féð inn í landið aftur í arði og ágóðahlutum, sem orðið
geta ennþá meiri en upprunalega féð var.
VI.
Útflutningur fjárins.
Útflutningur fjárins hefir verið almennt umtalsefni
á síðustu árum. Og þetta fyrirbrigði hefir verið talið
hættulegt þjóðfélaginu og bera vott um skort íöðurlands-
ástar, stundum verið kallað allt að því föðurlandssvik.
Fé það, sem Frakkar arðnýta í öðrum löndum, hefir ver-
ið metið yfir 40 miljarða franka.
Þessi útflutningur fjárins stafar ekki aðeins af því,
að féð sé lánað, heldur einnig af því, að keypt eru er-
lend verðbréf og hlutir í erlendum iðnfyrirtækjum. Oft
er kvartað undan því í Frakklandi, hve mörg fyrirtæki
þar sé í höndum útlendinga — svo sem námur, bankar,
vínyrkja og jafnvel jarðeignir. Og margir iðnrekendur
reisa útibú hinum megin við landamærin til þess að
losna við útflutningstollana, og er það óvænt ráð gegn
öfgum tollverndarinnar.
En hvað liggur þá á bak við þetta fjárhagslega
ræktarleysi við íósturjörðina? Ótti við það, að þetta út-
flutta fé verði notað til þess að smíða vopn og herskip til
þess að vega að fósturjörðinni.
Ef svo er, mætti eins áfella frönsku vopnasmiðj-
urnar, sem selja vopn og herfórur til annarra landa og
iivetja aðrar þjóðir til þess að kaupa franskar fallbyssur
og annan herbúnað í Frakklandi.
Hitt er sanni nær, að kvarta undan því, að fé það,
sem flutt er út, væri betur komið í iðnaði heimalandsins.