Samvinnan - 01.10.1933, Page 180
402
SAMVINNA N
ar mönnum að lána fé sitt í einn stað, en hvetur þá til að
lána í annan, þá tekur hún á sig þunga ábyrgð.
Ef á allt er litið, fylgja því bæði kostir og ókostir,
að lána fé til útlanda. Þegar afborganir og vextir koma
inn í landið aftur, skapar það reglubundið aðstreymi pen-
inga, og hefir það góð áhrif á viðskiptajöfnuð og víxil-
gengi og skapar þar með óbeinan verzlunarhagnað. Pen-
ingar þeir, sem inn koma, breytast í vörur, sem þannig
eru innfluttar, án þess að opna þurfi pyngjuna. Láns-
traust landsins eykst og sömuleiðis stjórnarfarsleg áhrif.
Lánin til útlanda auka friðaröryggi vegna viðskiptasam-
bandsins, því að landi því, sem lánar, hlýtur að vera það
áhugamál, að hinu vegni vel. Þessir kostir eru allmiklir
og ekki vert að hætta á að missa þá með því að setja láns-
skilyrði, sem óbilgjörn mega teljast. Menn verða að íninn-
ast þess, að lánveiting gegn vaxtagreiðslu er enginn vel-
gerningur; ef lánveitandi fær hæstu vexti, sem hægt er
að ná eftir aðstöðu allri, þá á lánþegi honum í raun og
veru ekkert að þakka. Og ef hann heimtar meira, þá
liggur það ákaflega nærri okri.
Og ef land það, sem flytur út fé, þarf ekki að iðrast
þess, þá þarf landið, sem flytur það inn, því síður að gera
það. Gagn þess kemur fram í því, að eftirspurn eftir
vinnukrafti fer vaxandi og framleiðslan vex. Að vísu
hefði það verið betra, að landið hefði sjálft haft efni á að
hagnýta auðsuppsprettur sínar, heldur en að þurfa á slík-
um innflutningi að halda. En hins vegar er það miklu
betra, að náttúrugæði lands sé hagnýtt af erlendum inn-
flutningi, en að þau liggi ónotuð.
Það er hlutverk gömlu og ríku landanna, það mætti
jafnvel segja köllun þeirra, að flytja út fé. England
byrjaði, þá kom Frakkland og síðast Þýzkaland — fyrir
ófriðinn mikla. Hins vegar er það yngri löndunum nauð-
synlegt að flytja fé inn. Sú skipting hlutverka er happa-
drjúg fyrir alla.