Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 67

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 67
SIGURÐUR SIGURMUNDSSON: Goðinn frá Valþjófsstað i Árið 1950 kom út bók að nafni „Síð- asti goðinn". Er höfundur hennar dr. Björn Þórðarson. Bók þessi fjallar sem kunnugt er um 13. aldar manninn Þor- varð Þórarinsson, sem uppi var á árunum frá 1228—1296. í formála bókarinnar get- ur dr. Björn þess, að tvær ástæður hafi orðið til þess, að hann hófst handa við þetta ritverk. Onnur var sú, að árið 1937 hafði Barði Guðmundsson látið uppi þá skoðun, að Þorvarður Þórarinsson væri höfundur Njáls sögu. Á hinn bóginn taldi hann sig við rannsókn hafa komizt að raun um það, að heimildarriti því, sem dómar síðari tíma manna um Þorvarð einkum hafa byggzt á, Þorgils sögu skarða, væri vart treystandi um sannfræði í sögu- legum efnum. Ekki er trúlegt, að bók dr. Björns hafi komið fyrir augu margra annarra en sögufróðra manna. En hún er merkilegt rit, sem varpar nýju ljósi á líf og starfsferil þessa manns á vettvangi sögunnar. Fæsdr Islendingar hafa fram á síðustu ár nokkuð vitað um Þorvarð Þórarinsson. Og þótt þessi maður kæmi við sögu þjóð- arinnar um hálfrar aldar skeið og stæði jafnan í eldlínu þeirra stórátaka, sem um daga hans fóru frarn, þá hafa síðari tíma fræðimenn látið sér sæma að geta hans ekki í söguágripum fyrir skóla nema sem misindismanns. En nú á síðustu árum, þegar nafn þessa höfðingja 13. aldar hef- ur aftur verið grafið úr gleymsku, gæti einhverja fýst að vita meira um þennan mann, sem týndur hefur verið og fótum troðinn vegna áhrifa rangtúlkaðrar sögu. II Valþjófsstaður í Fljótsdal var kirkju- staður og stórbýli til forna og vafalaust víðkunnastur allra bæja á íslandi fyrir fornminjar. Veldur þar um hin fræga út- skorna kirkjuhurð, sem þaðan er komin. Þar bjó fyrir og um 1200 sá rnaður, er Jón hét Sigmundarson. Kona hans hét Þóra, kölluð hin eldri, dóttir Guðmundar gríss og Solveigar Jóns- dóttur. En hún var alsystir Þóru síðari konu sr. Þorvaldar í Hruna og móður Gissurar jarls. Sögur herma, að þar hafi þau búið við rausn. í sögu Guðmundar biskups góða getur þess, að eitt sinn, er hann var á ferð um Fljótsdalshérað, hafi hann komið að Valþjófsstað til Jóns og Þóru að Egidiusmessu. Þar voru viðtökur góðar og stórmannlegar. Árið 1202 fluttu þau Jón og Þóra búferlum að Svínafelli í Öræfurn. Segir sagan, að þá er Jón reið brott af Valþjófsstað suður á Oxarheiði, hafi hann snúið aftur hestinum og mælt: „Idér skiljumst ek við Fljótsdalshérað, ok á ek nú hér ckki eftir." Þá svarar Þóra kona hans: „Þú átt eftir en ek á ekki eftir." Þetta spárr^eli birtist á þann hátt, að nokkru síðar var sveinn sá kenndur Jóni á Fljótsdalshéraði, er Þórarinn hét. Hann varð síðan mikill maður fyrir sér, goðorðsmaður á Austurlandi, hafði um 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.