Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 26
136
ELSA E. GUÐJÓNSSON
ANDVARI
Rcfilsaumað altarisklæði með myndum lir ævi heilags Marteins, frá Grenjaðarstað, nú í
Clunysafni í París. Ljósm.: Archives Photographiques, Paris.
Guðmundsson, málari, á starfsemi dönsku
fornleifanefndarinnar, sem fyrr getur, og
segir síðan orðrétt: „Nokkru síðar fór mjög
að fara í vöxt tala erlendra manna, er
ferðuðust hér uin land, og ýmsir þeirra
hafa orðið fengsamari á fornleifunum en
forngripasafnið í Kaupmannahöfn; hafa
þeir margir með ýmsu móti snapað sam-
an mörgum ágætum gripum, haft á burt
með sér, og látið þá í prívatsöfn eða einka-
söfn sín, þar sem þeir liggja grafnir, og
eru aðeins einstökum mönnum til augna-
gamans, en vísindunum og Islandi til
einskis gagns".41 Ekki er ósennilegt, að
þrenningarklæðið hafi verið í tölu slíkra
gripa, að einhver útlendur ferðalangur
hafi náð því hér og flutt það heim með
sér, Vel gæti það svo hafa gengið kaupum
og sölum milli safnara, áður cn Twenthe-
safnið keypti það.
Ef gert er ráð fyrir, að klæðið sé úr
Múlakirkju, er ekki útilokað, að það hafi
flutzt af Islandi samtímis altarisklæðinu
úr nágrannakirkjunni á Grenjaðarstað.
LI tanfararsaga Gren jaðarstaðaklæðisins,
þess er nú prýðir vegg í Clunysafni í
París, hefur verið rakin af öðrum.42 Er
hún í stuttu máli á þá lund, að Gaimard
hinn franski fékk klæðið hjá séra Jóni
Jónssyni, er hann dvaldist að Grenjaðar-
stað í ágúst 1836 og flutti það með sér
utan. Sigurður málari gctur þessa í óprent-
aðri ritgerð,43 en ekki er á það minnzt í
ferðabók Gaimards. Idins vegar er þar birt
mynd, að vísu brengluð, af klæðinu og
sagt að það sé frá Grenjaðarstað.44 í ferða-