Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 11
ANDVAM
EINAR ARNÓRSSON
121
þykkt. Einar hafði verið framsögumaður stjómarskrámefndar á Alþingi 1914
og þar með aðaltalsmaður fyrirvara um uppburð mála í ríkisráði, sem nefndin
flutti tillögu um og Alþingi samþykkti að gera skyldi í sambandi við staðfestingu
stjórnarskrárinnar. Frá þessum fyrirvara vildi Sigurður Eggerz ekki bvika og
sagði þess vegna af sér. Allir flokksmenn hans á þingi guldu honum þakkir fyrir
frammistöðuna og kváðust henni sammála. Konungur boðaði þegar á ríkisráðs-
fundinum 30. nóv., að hann mundi kalla íslenzka stjómmálamenn á sinn fund
til að ræða stjórnarskrármálið og fánamálið. Kvaddi hann fyrst Hannes Hafstein
utan og síðan þá Einar Arnórsson, Guðmund Hannesson og Svein Bjömsson.
Ekki bar fundum þeirra þremenninganna og Hannesar saman utan lands, en
svo virðist sem þeir Hannes og Jón Krabbe liafi lagt ráðin á, hvernig leysa mætti
málið og þar með hverjir líldegastir væm til þess. Utanför Einars og félaga hans
var ákveðin án samþykkis flokksstjórnar þeirra, og tók liún berum orðum fram,
að þeir hefðu ekki heimild til að semja fyrir hennar hönd, þó að ekki vildi
hún lýsa neinu vantrausti á þá vegna fararinnar.
Þegar til Kaupmannahafnar kom, náðist samkomulag, sem þeir töldu að-
gengilegt, og eftir heimkomuna fengu þeir meirihluta þingmanna til fylgis við
það, að vísu minnihluta síns eigin flokks en svo marga, að til hröklc þegar stuðn-
ingur Heimastjórnarmanna bættist við. Að svo vöxnu máli símuðu þeir, svo sem
ráðgert hafði verið, konungsritara, að þótt þeir teldu æskilegra, að konungur
tilnefndi ráðherra, þá væm þeir, ef nauðsyn krefði, reiðubúnir til ábendingar
ráðherraefnis, og settu nöfn sín í réttri stafrófsröð undir. Nafn Einars var því
efst og skildi konungsritari það svo, að þeir bentu þar með á hann, og af þeim
orsökum hlaut Einar skipun konungs hinn 4. maí 1915, en ætlan þeirra félaga
hafði verið sú að benda á Svein Björnsson, ef þeir væru beðnir um ábendingu.
Stjómarskrárbreytingin var síðan staðfest hinn 19. júní og jafnframt gef-
inn út konungsúrskurður um uppburð mála í ríkisráði og um gerð sérstaks
íslenzks fána. Ekki verður á móti því mælt, að staðfestingin varð með öðmm
hætti en ráðgert hafði verið í fyrirvara Alþingis 1914. Hinsvegar er það rétt,
sem Einar Arnórsson sagði (samkvæmt fyrir fram gerðu samkomulagi við hina
dönsku viðsemjendur), að geigur íslendinga var „fonnlegs-fræðilegs eðlis“. Fáir
áttuðu sig þá til hlítar á ágreiningsefninu og enn færri nú. Hið nýja ákvæði um
ríkisráðið varð íslendingum ekki til haga í framkvæmd, en vinningurinn af réttar-
hótum stjómarskrárbreytingarinnar og gildistöku sérfánans var óumdeilanlegur.
Aðferðin, sem beitt hafði verið, var hins vegar rnjög löguð til þess að vekja
ágreining. Hann lét og ekki á sér standa. Meirihluti Sjálfstæðismanna bæði á
Alþingi og utan þings, svo sem sannaðist við landskjörið 1916, snerist til harðrar
andstöðu við Einar og klofnaði flokkurinn þá í „langsum“ og „þversum" menn.