Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 84
194
SIGURÐUR SIGURMUNDSSON
ANDVAUl
þeim höfðinglega og var þeim búin fögur
veizla. Þarna var svo háður sáttafundur
um staðinn Garða á Alftanesi og segir,
að herra biskupinn og Þorvarður hafi átt
góðan hlut að. Það sem hér er sagt bendir
ótvírætt í þá átt, að nú þegar Þorvarður
er kominn aftur út sem valdsmaður kon-
ungs eins og síðar kemur fram, hafi hann
séð, að baráttan um staðamálin varð að
taka enda, því hafi hann kappkostað að
ná sættum og bjóða höfðingjum kirkj-
unnar frið. En friðurinn átti þó enn
nokkuð langt í land.
Umboðsmaður Árna biskups hafði nú
í tvö ár framfylgt kröfum kirkjunnar yfir
leikmönnum í staðamálum. Sumarið 1291
kom svo Árni biskup til landsins og lét
greipar sópa um staði og gaf nú prest-
um flestallar kirkjur í umdæmi sínu.
Þessar aðfarir hafa leikmönnum sviðið
sáran, og hafa nú að kappi búið sig undir
gagnsókn. Var þá ekki í annað hús að
venda en til konungsvaldsins. Eftir frá-
fall Hrafns Oddssonar stóð Þorvarður
Þórarinsson einn uppi af höfðingjum
hinnar síðustu lýðveldiskynslóðar. Það
vill nú svo til, að eftir áliti dómbærs
manns megi telja sannað, að hann hafi
verið merkismaður eða hirðstjóri konungs
frá því um 1290 til dauðadags 1296.
Undir Iians forustu hófu nú leikmenn
átök um staðamálin að nýju. Árangur
þeirrar atlögu var sá, að árið 1292 komu
tveir íslenzkir herramenn, hvor úr sínu
biskupsdæmi, með konungsbréf því nær
sama efnis og þeir Idrafn og Erlendur
komu með 1283. En þar stóð, að allir
þeir staðir, er ranglega voru úr höndum
leikmanna teknir, skyldu aftur undir þá
hverfa. Árið eftir, 1293, greina svo ann-
álar frá því, að lcikmenn taki staði víðs-
vegar um landið með valdi herra Þor-
varðar Þórarinssonar. Árið eftir, 1294,
eru svo margir fyrirmenn íslendinga
staddir í Noregi. Væntanlega hefur þá
konungur fengið nákvæmar skýrslur um
það hverju fram fór í staðamálunum á
Islandi. Allir þeir menn komu út næsta
vor 1295. Styrjöldin um staðamálin á Is-
landi hafði, þegar hér var komið, staðið
um aldarfjórðung. Þar gekk á ýmsu, og
völdin færðust til á milli leikmanna og
kirkjuvalds sem víglína á milli skotgrafa.
Leikmenn höfðu nú unnið það á í síð-
ustu átakahrinunni, að árið 1295 hafa
þeir knúið forvígismenn kirkjunnar til
sættar eða samkomulags Einn annáll get-
ur þess, að út Iiafi komið sterk konungs-
bréf máli leikmanna til styrktar. Er það
vitanlega árangur af utanferð höfðingj-
anna árið áður. Annar annáll getur þess,
að haldinn hafi verið fundur í Stafaholti,
þar sem konungsbréfin og staðamál hafa
verið tekin til meðferðar. Árna biskups er
eins gctið af fundarmönnum. En eitt-
hvað hefur máðst út og er ólæsilegt í
málsgreininni. Enginn vafi getur á því
leikið, að hér hefur verið um að ræða
mikilvægan fund kirkjuvalds og leik-
manna um staðamál. Ekki getur heldur
leikið á tveirn tungum, að þar hafi komið
til móts við biskupinn fremsti maður leik-
manna og hirðstjóri konungs á íslandi,
Þorvarður Þórarinsson. Þriðji annállinn
segir, að sætt hafi tekizt á þessu ári á milli
Árna biskups og almennings í landinu.
Að því hefur dómbær maður fært full-
gild rök, að slík sætt hafi hvergi getað
farið fram nema á alþingi,1) og hafi því
verið beint framhald af fundinum í Stafa-
holti. En til þcss að sættin fengi fullkomið
lagagildi, varð erkibiskup að samþykkja
og staðfesta fyrir hönd kirkjunnar, en
konungur aftur sem æðsti fulltrúi hins
veraldlega valds. Allir annálar geta þess,
að Þorvarður Þórarinsson hafi farið utan
árið 1295 og einnig tveir aðrir höfðingjar
honum handgengnir. Þótt heimildir ged
1) Björn Þórðarson: Síðasti goðinn.