Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 114

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 114
224 ÓLAl'Ull JÓNSSON ANDVAM enda þrátt fyrir fyrri bókmenntaferil hans; en hvaS sem því líður er fljótsagt að Næt- urgestir virðist með öllu forkastanlegt verk og raunar eitthvert hið lakasta sem hér hefur birzt nú um skeið undir yfir- skini alvarlegra bókmennta. Fær maður með engu móti varizt furðu, að höfundur í stöðu Sigurðar skuli svo sneyddur sjálfs- gagnrýni að láta þvílíkt verk frá sér fara. Það má ef til vill segja Næturgestum til lofs að sagan er ekki ólipurlega byggð; í tíma og rúmi er henni markaður ein- faldur bás, og sagan er síðan rakin blá- þráðalaust. Sjálft söguefnið er ekki ný- stárlegt: ungur maður, Sveinn, brýzt að heiman úr fásinni og þrælkun í afdalnum og niður til þorpsins á ströndinni. Þar kynnist hann svolítilli mannlífsmynd: ástinni, valdinu, syndinni, vizkunni, en flest fer honum í handaskolum, það líf sem lifað er umhverfis hann er honum lirollvekja og viðbjóður, hið góða sem hann kynnist fordjarfast allt og ferst, en sjálfur er hann ekki maður til uppreisn- ar; að lokum drukknar hann meira eða minna sjálfviljugur, flekaður til glæpa- verks af húsbónda sínum, auðkóngi þorps- ins. Vel má vera að af þessum efnivið eða áþekkum hefði mátt gera minnilegan skáldskap, harmsögu gædda ríku táknlegu gildi; og svo virðist sem eitthvað þvílíkt hafi vakað fyrir höfundi. Hinn ungi mað- ur hans er „í leit“ að einhverju svo sem altítt er í skáldsögum, og leitin sú á trú- lega að vera uppistaða sögunnar. En Sig- urði mistekst frá upphafi að gera leit Sveins að ,,mennsku“ trúlega eða gæða piltinn sjálfan lífi. Sveinn er viljalaus og þreklítill, hann berst fyrir þeirri golu sem blæs hverju sinni, en höfundi tekst aldrei að gera veiklyndi hans skiljanlegt, hvað þá að vekja samúð lesenda eða áhuga á persónunni, söguhetja hans er ekki gædd neinu því lífsgildi sem geri hana nákomna lesanda. Sama er að segja af sögusviðinu. Því má að vísu finna stað í sögunni að hún gerist nokkrum árum fyrir heims- styrjöldina síðari, en engu að síður er hún sérkennilega tímalaus, og félagslegur skilningur höfundar virðist nánast til- lærður af skáldsögulestri. Þorpið í Nætur- gestum er sem skuggamynd af öðrum þorpum í verkum annarra höfunda: prett- vís fjárglæframaður í hásæti, trúarofstæk- isfólk, kúgaður verkalýður, vitringur í skúr. Ilvergi örlar á lifandi veruleik í allri þessari lýsingu frekar en í mannlýs- ingum sögunnar, allt er dauður bókstafur. Vanmáttur höfundar kemur kannski berlegast í ljós af viÖhorfi hans við sögu- fólki sínu og sjálfum stílsmáta hans. Sveinn er þungamiðja sögunnar og aðal- viðfangsefni, en honum — og öðru sögufólki — er ævinlega lýst að utan, með orðum höfundar sjálfs; hann talar um það, skapar það ekki. Það verður andkannalegur munur á persónunum eins og þær koma fyrir í sögunni sjálfri og þeim skilningi sem höfundur virðist skilja eða vilja skilja þær. Aður var vikið að því að lífsvandi Sveins verður lesanda aldrei skiljanlegur, og persónan fer þar með öll í handaskolum, söguna af upp- runa hans í dalnum skortir alla tragiska dýpt og verður engin skýring á síðari ferli hans, sakleysi hans verður ekki ann- að en hvimleiður sauöarháttur. Sama gildir um aðrar þær persónur sem höf- undi virðast hjartfólgnastar, Jón cinstæð- ing, Gest, stúlkuna Ástu. Þess er allvíða getið í bókinni að viÖræður sögufólks séu háfleygar, heimspekilegar, áhrifamiklar, lærdómsríkar, en lesanda sögunnar koma þessar yfirlýsingar höfundar furðu spánskt fyrir. Hæfileiki hans til að rita sarntöl virðist einmitt sérlega takmarkaður, og orðræður persónanna verða sízt til að skýra þær eða glöggva, þær eru einatt skrifborðsspeki af yfirborðslegasta tagi og koma illa heim við persónurnar að öðru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.