Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 43
ANDVARI
SKÓLAKERFI OG ÞJÓÐFÉLAG
153
þjóðfélaginu; og til eru þeir, sem draga
í efa, að nokkur vísindi fái unnið bug á
þeirri skammsýni.
Að sjálfsögðu þarf enga óvenjulega
framsýni til þess, að finna á hverjum
tíma eitthvað, sem aflaga fer, einhvern
skort, sem úr þarf að bæta. Og oftast er
einhver lausn nærtæk, svo að umbóta-
menn skortir aldrei verkefni og sjaldan
úrræði; menn deyja sjaldnast ráðalausir
um þjóðfélagsmál. Hitt er öllu sjaldgæf-
ara, að menn sjái fyrir afleiðingar þeirra
úrræða, sem til er gripið, að þeir skilji
hin margslungnu tengsl milli eins vanda-
rnáls og annars, að þeir kunni að spá um
lokastig þeirrar þróunar, sem þeir stuðla
að. Það var ekki svo til ætlazt, að verk-
legar framfarir í íslenzkum landbúnaði
yrðu aldagamalli hændamenningu að
fjörtjóni, þótt sú virðist ætla að verða
raunin á. Enginn ætlaðist til þess, að
vaxandi borgarmenningu í hinum stóra,
unga höfuÖstaÖ okkar fylgdi vaxandi
borgarómenning, og þó rennur þar ómenn-
ingin sumpart af sömu rót og menn-
ingin. Og enginn forystumaður í skóla-
málum landsins mun nokkurn tíma hafa
til þess ætlazt, að efling skólanna ylli
hnignun heimilanna.
Á tímum mikilla og örra þjóÖfélags-
breytinga er það tíðast svo, að mönnurn
er aðeins að hálfu ljóst, hvað er að ger-
ast. Menn hafa aÖeins hálfa meðvitund
um það, hvaða öfl það eru, sem þeir í
senn stýra og láta stjórnast af, sjá aðeins
til hálfs, hvert sú braut stefnir, sem þeir
ryðja viljugir og fylgja nauðugir viljugir.
(Það er ef til vill sérstök ástæða til að taka
það fram, að þetta virðist ekki einungis
eiga sér stað í lýðfrjálsum þjóðfélögum,
sem setja traust sitt á samspil fjölbreyttra
viðhorfa og andvígra afla, heldur einnig
þar, sem menn hafa komizt lengst í alls-
herjarskipulagningu þjóðlífsins undir
stjórn alvaldra leiðtoga með rammeflt fé-
lagslegt hugmyndakerfi að iiakhjarli). Af
þessum orsökum stafar það, virðist mér,
að þegar menn staldra við á framvindu-
brautinni eða breytingaskeiðinu og litast
um, furðar þá venjulega á því, sem fyrir
augun ber. Við könnumst öll við það, að
áhrifamenn í þjóðfélaginu — þeir, sem
miklu hafa áorkað og mörgu komiÖ af
stað — þurfa ekki að ná ýkja háum aldri
til þess, að svo geti farið, að þeir þekki
ekki afleiðingar sinna eigin verka, skilji
ekki lokamynd þeirra breytinga og nýj-
unga, sem þeim sjálfum tókst bezt að
koma í kring. Þetta ferst engum að leggja
þeim til lasts. Og þaðan af síður er rétt-
mætt að lasta okkur hin — almenning-
inn, sjálft þjóðfélagsefnið, sem verið er
að breyta — þótt við ekki skiljum af
sjálfsdáðum og fyrirhafnarlaust, hvað cr
að gerast í kringum okkur og enda innra
með okkur sjálfum.
Saga íslenzku þjóðarinnar — eins og
raunar saga allra vestrænna þjóÖa — sið-
ustu hundrað árin er saga stórfenglegrar
þjóðfélagsbyltingar. Og sú bylting stend-
ur enn yfir; við erum enn á hraðri ferð
eitthvað út í framtíÖargeiminn, og alls
ekki víst, að við komumst fyrst um sinn
á nokkurn sporbaug um fasta miðju. Það
er því sízt að undra, þótt skilningi okkar
á því, hvar við erum stödd, sé í mörgu
ábótavant, og mikið skorti á sjálfræði
okkar um það, hvert við stefnum. Engu
að síÖur má sjá margvísleg merki þess,
að við viljum nú gjarnan litast um og
reyna að átta okkur, eða þó ekki væri
nema virða vandlega fyrir okkur eitt-
hvað af því nýstárlega, sem við höfum
óafvitandi verið að skapa síðustu manns-
aldrana.
Þetta ættum við líka að geta. í fyrsta
lagi er það of augljóst mál til að fara um
það mörgum orÖum, að þær breytingar,
sem þegar hafa átt sér stað, eru óaftur-
kallanlegar. 1 öðru lagi skiljum við hæði