Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 87
GYLFT Þ. GlSLASON:
Á sextugsafmæli Laxness
i
„Það er aðeins til einn tónn, sem er
allur tónninn," sagSi GarSar Hólm; „sá
sem hefur heyrt hann, þarf einskis aS
hiSja. Minn saungur skiptir ekki máli.
En mundu mig um eitt: þegar heimurinn
hefur gefiS þér allt; þegar miskunnar-
laust ok frægSarinnar hefur veriS lagt á
lierSar þér og brennimarki hennar þrýst
á cnni þér, óafmáanlegu einsog þess manns
sem varð uppvís að heimsglæp, mundu þá
að þér er ekki athvarf nema í einni bæn:
Guð taktu það allt frá mér — ncma einn
tón.“
Halldór Kiljan Laxness er frægastur
þeirra Islendinga, sem nú lifa, og einn
víðfrægastur maður, sem ísland hefur
alið frá upphafi sögu sinnar. Barn að
aldri mun Halldór Kiljan Laxness hafa
afráðið að verða rithöfundur, og þá auð-
vitað mikill rithöfundur og frægur. Hon-
um tókst hvort tveggja. Enginn getur
vitað nema hann sjálfur, hvort honum
er öll frægðin einhvers virði. Engum
öðrum kemur það við. En það er skylda
okkar landa hans að gera okkur þess
skýra grein, hvers virði hún er okkur,
hvers virði hún er íslandi og íslending-
um.
II
I raun og sannleika er saga og tilvist
íslenzkrar þjóðar furðulegt ævintýri,
heillandi af því að það er ótrúlegt, lær-
dómsríkt af því að það cr satt. Á íslandi
hefur gerzt saga lítillar þjóðar, einu
þjóðar í Vestur-Evrópu, sem man til
upphafs síns. Fyrir nær 1100 árum námu
um 60.000 manns stórt land og liarð-
býlt, í nyrzta hafi. Eftir þúsund ára dvöl
í landinu var tala landsmanna enn svo
að segja hin sama. í sögu íslendinga hafa
skipzt á með undarlegum hætti reisn og
niðurlæging, sjálfstæði og undirokun,
velmegun og örhirgð. Þeir þáðu ríku-
legar gjafir af náttúrunni í einn tíma,
en þoldu grimmilegar hamfarir hennar
í annan. Á öldum velmegunar fjölgaði
þjóðinni, en æ ofan í æ urðu hungur,
drepsóttir og hamfarir náttúruafla mikl-
um hluta hennar að aldurtila. Eftir þús-
und ár erjuðu íslendingar jörðina og
sóttu sjóinn á sama hátt óg á söguöld.
Þegar Halldór Kiljan Laxness fæddist
upp úr aldamótum síðustu, var íslenzk
þjóð á vegamótum. Þá voru umbrota-
tímar. Þjóðin var að öðlast sjálfsforræði.
Hún var að læra að nota nýja tækni.
Erlent fjármagn barst til landsins. Án
þess að gera sér þess grein hófu nokkrar
tugþúsundir manna norður við heim-
skaut tilraun, sem er eins dæmi í veraldar-
sögunni. Þær hófust handa um að koma
á fót sjálfstæðu nútímaríki við rætur víð-
áttumestu jökla í Norðurálfu, á storma-
sömustu ströndum Atlantshafs. Ef þetta
ætti að takast, ef þeim hópi manna, sem
á heimsvísu hlaut að teljast hlægilega
fámennur, ætti að heppnast að koma á
fót sjálfstæðu ríki og halda þar uppi