Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 87

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 87
GYLFT Þ. GlSLASON: Á sextugsafmæli Laxness i „Það er aðeins til einn tónn, sem er allur tónninn," sagSi GarSar Hólm; „sá sem hefur heyrt hann, þarf einskis aS hiSja. Minn saungur skiptir ekki máli. En mundu mig um eitt: þegar heimurinn hefur gefiS þér allt; þegar miskunnar- laust ok frægSarinnar hefur veriS lagt á lierSar þér og brennimarki hennar þrýst á cnni þér, óafmáanlegu einsog þess manns sem varð uppvís að heimsglæp, mundu þá að þér er ekki athvarf nema í einni bæn: Guð taktu það allt frá mér — ncma einn tón.“ Halldór Kiljan Laxness er frægastur þeirra Islendinga, sem nú lifa, og einn víðfrægastur maður, sem ísland hefur alið frá upphafi sögu sinnar. Barn að aldri mun Halldór Kiljan Laxness hafa afráðið að verða rithöfundur, og þá auð- vitað mikill rithöfundur og frægur. Hon- um tókst hvort tveggja. Enginn getur vitað nema hann sjálfur, hvort honum er öll frægðin einhvers virði. Engum öðrum kemur það við. En það er skylda okkar landa hans að gera okkur þess skýra grein, hvers virði hún er okkur, hvers virði hún er íslandi og íslending- um. II I raun og sannleika er saga og tilvist íslenzkrar þjóðar furðulegt ævintýri, heillandi af því að það er ótrúlegt, lær- dómsríkt af því að það cr satt. Á íslandi hefur gerzt saga lítillar þjóðar, einu þjóðar í Vestur-Evrópu, sem man til upphafs síns. Fyrir nær 1100 árum námu um 60.000 manns stórt land og liarð- býlt, í nyrzta hafi. Eftir þúsund ára dvöl í landinu var tala landsmanna enn svo að segja hin sama. í sögu íslendinga hafa skipzt á með undarlegum hætti reisn og niðurlæging, sjálfstæði og undirokun, velmegun og örhirgð. Þeir þáðu ríku- legar gjafir af náttúrunni í einn tíma, en þoldu grimmilegar hamfarir hennar í annan. Á öldum velmegunar fjölgaði þjóðinni, en æ ofan í æ urðu hungur, drepsóttir og hamfarir náttúruafla mikl- um hluta hennar að aldurtila. Eftir þús- und ár erjuðu íslendingar jörðina og sóttu sjóinn á sama hátt óg á söguöld. Þegar Halldór Kiljan Laxness fæddist upp úr aldamótum síðustu, var íslenzk þjóð á vegamótum. Þá voru umbrota- tímar. Þjóðin var að öðlast sjálfsforræði. Hún var að læra að nota nýja tækni. Erlent fjármagn barst til landsins. Án þess að gera sér þess grein hófu nokkrar tugþúsundir manna norður við heim- skaut tilraun, sem er eins dæmi í veraldar- sögunni. Þær hófust handa um að koma á fót sjálfstæðu nútímaríki við rætur víð- áttumestu jökla í Norðurálfu, á storma- sömustu ströndum Atlantshafs. Ef þetta ætti að takast, ef þeim hópi manna, sem á heimsvísu hlaut að teljast hlægilega fámennur, ætti að heppnast að koma á fót sjálfstæðu ríki og halda þar uppi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.