Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 107
ÓLAFUR JÓNSSON:
Islenzk sagnagerð 1961
Ásta Sigurðardóttir: Sunnudagskvöld til mánu-
dagsmorguns. Helgafell, Reykjavík 1961.
Gísli Kolbeinsson: Rauði kötturinn. Skáldsaga.
ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík 1961.
Guðbergur Bergsson: Músin sem læðist. Skáld-
saga. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar,
Reykjavík 1961.
Guðmundur Dantelsson: Sonur minn Sinfjötli.
Skáldsaga. ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykja-
vík 1961.
Guðmundur Gtslason Hagaltn: Töfrar draums-
ins. Sögukorn um ástir og lífsdraum karls og
konu. Skuggsjá 1961.
Hannes Pétursson: Sögur að norðan. Helgafell
1961.
lngimar Erlendur Sigurðsson: Hveitihrauðs-
dagar. Smásögur. Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar, Reykjavík 1961.
]akob Thorarensen: Grýttar götur. Smásögur.
Helgafell, Reykjavík 1961.
Sigurður A. Magnússon: Næturgestir. Skáld-
saga. ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík
1961.
Sigurjón Jónsson: Sandur og sær. Smásögur.
Bókaútgáfan Fróði, Reykjavík 1961.
Thor Vilhjdlmsson: Svipir dagsins, og nótt.
Helgafell, Reykjavík 1961.
1
Ekki veit ég hvort mönnum er almennt
ljóst hve sterk hefð hefur verið og er
ríkjandi í íslenzkri sagnagerð ekki síður
en í ljóðlist. Má vera að svo sé, en miklu
minna er þó rætt um hana en Ijóðhefðina.
Raunsæishefð getur þessi stefna heitið,
enda eru flest eða öll íslenzk sagnaskáld
„raunsæismenn" í einum eða öðrum skiln-
ingi. Tilraunavilji, nýjungaleit og „form-
hylting" hinna yngri höfunda hefur hing-
að til að langmestu leyti birzt í ljóðlist-
inni, í sagnagerð hafa fáir eða engir leitað
nýstárlegri slóða, og raunar aðeins einn
höfundur af verulegri stefnufestu og
djörfung. Eftirtektarvert er um leið að
einmitt þessi höfundur er nú af flestum
talinn efnilegastur og líklegastur til stór-
ræða liinna yngri höfunda. Samfara þess-
ari stílhefð virðist íslenzkri sagnagerð,
eða verulegum hluta hennar, markaður
undarlega þröngur bás í viðfangsefnavali
og hreinlega sögusviði. Ótölulegar eru
sveitalífssögur okkar frá fyrri liluta þess-
arar aldar eða fyrr, en fáar eða engar
sögur fjalla urn íslenzkt sveitalíf í dag.
Menn eru enn að skrifa þorpssögur frá
fjórða tugi þessarar aldar með ívafi af
fyrri tíðar verkalýðsbaráttu, en sjálf höfuð-
borgin hefur í fáum sögum hlotið full-
gilda listræna túlkun; og sjósókn og sjó-
mannalíf verður enn sem fyrr fáum um-
talsvert yrkisefni hvað sem líður þætti
þessarar atvinnugreinar í þjóðlífinu. Svona
mætti lengi rekja dæmin: maður saknar
viðleitni til nýjunga í sagnagerðinni og
fær ekki skilið hvað veldur þessu þrótt-
leysi. Hitt liggur og í augum uppi að þeir
höfundar sem seilast til nýstárlegri við-
fangsefna eru gjarna líka forgangsmenn í
stílviðleitni; það gildir um flesta þá sem
gefið hafa út álitlegar skáldsögur hin sið-
ari ár.
Stórmeistari íslenzkrar sagnalistar á