Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 91
ANDVARI
Á SEXTU GSAFMÆLI LAXNESS
201
næst að halda, að hann hafi í raun og
veru aldrei haft teljandi áhuga á stjórn-
málum, allra sízt á síðari árum, utan
þeirrar lífsslcoðunar í þjóðfélagsmálum
sem hann í nóbelshátíðarræðu sinni sagði,
að amma sín hefði innrætt sér barni: að
gera engri skepnu mein; að lifa svo, að
jafnan skipuðu öndvegi í huga sér þeir
menn sem eru kallaðir snauðir og litlir
fyrir sér; að gleyma aldrei að þeir sem
hafa verið beittir órétti eða farið góðra
hluta á mis, þeir sem hafa verið settir
hjá í tilvcrunni og þeir sem öðrum mönn-
um sést yfir, — einmitt þeir væru menn-
irnir sem ættu skilið alúð, ást og virð-
ingu góðs drengs umfram aðra menn
hér á íslandi.
IV
A sextugasta afmælisdegi Halldórs
Kiljans Laxness senda Islendingar hon-
um hugheilar árnaðaróskir. Af alhug
þökkum við honum verk hans. Um þau
má mcð sanni segja það, sem hann sjálfur
segir í Fegurð himinsins: „Þar sem jökul-
inn ber við loft hættir landið að vera
jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himn-
inum, þar búa ekki framar neinar sorgir
og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg,
þar ríkir fegurðin ein, ofar allri kröfu.“
Við þökkum honum verk hans, ekki ein-
ungis — og ekki fyrst og fremst vegna
þess, að þau hafa varpað frægðarljóma á
nafn hans og þjóðar hans um víða ver-
öld, heldur einnig vegna hins, að án
þeirra væri íslenzk menning ekki það,
sem hún er í dag, án þeirra væri ísland
ekki það, sem það er nú, hvorki í augum
heimsins né sjálfra okkar, — án þeirra
værum við sjálf ekki það, sem við er-
um.
Það er mikil hamingja að hafa getað
gefið þjóð sinni það, sem Halldór Kiljan
Laxness hefur gefið Islendingum. Því
hlýtur að fylgja hreinni gleði en öll
heimsins frægð getur fært. I þeirri glcði
hljómar aðeins einn tónn, sem er allur
tónninn.