Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 91

Andvari - 01.07.1962, Page 91
ANDVARI Á SEXTU GSAFMÆLI LAXNESS 201 næst að halda, að hann hafi í raun og veru aldrei haft teljandi áhuga á stjórn- málum, allra sízt á síðari árum, utan þeirrar lífsslcoðunar í þjóðfélagsmálum sem hann í nóbelshátíðarræðu sinni sagði, að amma sín hefði innrætt sér barni: að gera engri skepnu mein; að lifa svo, að jafnan skipuðu öndvegi í huga sér þeir menn sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér; að gleyma aldrei að þeir sem hafa verið beittir órétti eða farið góðra hluta á mis, þeir sem hafa verið settir hjá í tilvcrunni og þeir sem öðrum mönn- um sést yfir, — einmitt þeir væru menn- irnir sem ættu skilið alúð, ást og virð- ingu góðs drengs umfram aðra menn hér á íslandi. IV A sextugasta afmælisdegi Halldórs Kiljans Laxness senda Islendingar hon- um hugheilar árnaðaróskir. Af alhug þökkum við honum verk hans. Um þau má mcð sanni segja það, sem hann sjálfur segir í Fegurð himinsins: „Þar sem jökul- inn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himn- inum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar allri kröfu.“ Við þökkum honum verk hans, ekki ein- ungis — og ekki fyrst og fremst vegna þess, að þau hafa varpað frægðarljóma á nafn hans og þjóðar hans um víða ver- öld, heldur einnig vegna hins, að án þeirra væri íslenzk menning ekki það, sem hún er í dag, án þeirra væri ísland ekki það, sem það er nú, hvorki í augum heimsins né sjálfra okkar, — án þeirra værum við sjálf ekki það, sem við er- um. Það er mikil hamingja að hafa getað gefið þjóð sinni það, sem Halldór Kiljan Laxness hefur gefið Islendingum. Því hlýtur að fylgja hreinni gleði en öll heimsins frægð getur fært. I þeirri glcði hljómar aðeins einn tónn, sem er allur tónninn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.