Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 129
AGUSTINUS:
JÁTNINGAR
Sigurbjörn Einarsson, biskup, íslenzkaði.
Ágústínus kirkjufajðir (354—430) tclst í fremstu röð þeirra liugsuða
og rithöfunda, sem uppi hafa verið á Vesturlöndum, og rit hans
öldum saman haft djúptæk áhrif á menningarlíf kristinna þjóða.
Hann sameinar á stórbrotinn hátt heimspekilega skai-pskyggni grísk-
rómverskrar hugsunar og háleit, siðgæðisleg trúarviðhorf kristin-
dómsins.
Ágústínus var mikilvirkur höfundur. En frægust allra rita hans er
bók sú, sem nú kernur út á íslenzku, Játningar, að allra dómi ein
merkasta sjálfsævisaga heimsbókmenntanna. Þar rekur höfundurinn
æviferil sinn og þroskasögu og opnar lesandanum dýpstu hugarfylgsni
sín. Hann segir frá áhyggjulausum námsárum sínurn og lýsir þeirri
löngu, innri baráttu, sem hann háði, áður en hann sannfærðist urn
yfirburði kristinnar trúar ylir fyrri lífsskoðun sinni. Bókin er ómetan-
leg heimild um þau menningarsögulegu hvörf, sem urðu, þegar
kristin trú festi rætur í Rómaveldi.
Játningar Ágústínusar eru þýddar á íslenzku úr frummálinu, latínu,
af herra Sigurhirni Einarssyni, biskupi. Hefur hann leyst það verk
af hendi með sérstökum ágætum. Hann ritar og rækilegan inngang
að bókinni, þar sem hann gerir prýðilega grein fyrir höfundinum og
þeim jarðvegi, sem Játningar hans eru sprottnar úr.
Útkoma Játninga Ágústínusar á íslenzku er rnerkur viðburður. Slíkt
öndvegisrit getur enginn bókmenntamaður látið fram hjá sér fara.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs