Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 47

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 47
ANDVAIU SKÓLAKHRFI OG ÞJÓÐFÉLAG 157 með öllu lausir við einmitt þau tvö vanda- mál, sem skólakerfum annarra lýðræðis- landa veitist erfiðast að leysa. Ilversu mjög scm íslenzkt þjóðfélag kann í dag að vera greint í stéttir eftir atvinnu og efnahag, geta allar þessar stéttir enn tal- azt við fyrirhafnarlaust; þær standa enn allar á sama menningargrunni. Idér kem- ur það einnig í góðar þarfir — enda eru hinar sögulegu forsendur þær sörnu — að skólar landsins eru svo ungir, sem raun er á. Að einu skólastiginu undanteknu eru þeir tiltölulega óháðir gömlum þjóðfélags- hefðum, því að þeir hafa aldrei verið séreign neinnar stéttar. Hér ber því allt að sama brunni: ef við kærum okkur um, getum við byltingalaust haldið í, eða að minnsta kosti reynt að halda í, þau sér- kenni íslenzkrar menningar, sem mest er um vert. Eg sagði áðan, að hér væri engin menningarleg yfirstétt og engin algjör- lega vankunnandi lágstétt. Þótt ég telji þctta sannindi, þarf ef til vill að draga örlítið úr báðum þessum fullyrðingum. Embættismannastéttin á Islandi var auð- vitað lengi yfirstétt í menningarlegum efnum ekki síður en öðrum. Sérstökum skóla var falið það hlutverk, að sjá land- inu fyrir mönnum í þessa stétt, og það var skólagangan, sem skildi rnilli emb- ættismanna og annarra landsmanna, ef á annað borð var um nokkurn verulegan aðskilnað að ræða. Þessi embættismanna- skóli og þeir skólar, er síðar hafa verið skapaðir í hans mynd, cru nú eina stigið í skólakerfi okkar, sem á sér nokkra telj- andi sögu eða nokkra hefð. Nú er sú stétt, sem þessir skólar voru ætlaðir, hætt að gegna því mikla hlutverki í þjóðfélag- inu, sem hún áður gegndi. En skólarnir standa eftir, sem talandi dæmi um hið lífræna samband milli skólakerfis og þjóð- félags. Því að mig grunar, að menntaskól- arnir — þrátt fyrir dýrmæta kosti, sem enginn myndi vilja sjá á bak —- séu úreltustu skólarnir í skólakerfi okkar. Eí sá grunur minn er réttur, liggja til þess augljós söguleg rök. Ur hinni fullyrðingunni, að hér sé engin algjörlega vankunnandi lágstétt, þarf í raun réttri ekki að draga; slík stétt er enn ekki til. En við megum eiga von á því, að hún verði til; þjóðfélagsþróunin virðist stefna í þá átt. Reykjavík er að verða, eða er máski þegar orðin, iðnaðar- stórborg, þótt lítil sé. Því að það er ekki höfðatalan, sem greinir milli stórhorgar og smábæjar, heldur fyrst og fremst þjóð- félagshættirnir. En iðnaðarborg án hálf- menntaðrar eða ómenntaðrar lágstéttar er óþekkt fyrirbæri, að minnsta kosti í þeim hluta veraldar, sem við drögum dám af. Slík stétt, læs, að vísu, vegna skólaskyldu, en bóklaus og án andlegra hugðarefna, yrði ókærkomin nýlunda í íslenzku þjóð- lífi. Ég veit ekki hvort það er of mikil bjartsýni að gera sér vonir um, að koma megi í veg fyrir myndun slíkrar stéttar. En ég er sannfærður um, að sé það hægt, er það með því móti einu, að stuðla af alefli að því, að allir landsmenn hafi sem allra mest af þeirri sameiginlegu reynslu, sem liggur til grundvallar sameiginlegri menningu. Og ég endurtek það enn, að slíka reynslu er nú hvergi að fá nema í skólunum. Nú vona ég fastlcga, að enginn ætlist til þess af mér, að ég dragi hér upp sam- fellda mynd af hcntugu skólakcrfi fyrir það þjóðfélag, sem ég hefi reynt að lýsa að einum þræði. Slíkt væri mér vissulega ofvaxið, jafnvel þótt hugmyndir mínar um þetta efni væru margfalt betur grund- vallaðar en raun er á og margfalt betur úr þeim unnið. Ég ætla því að láta mér nægja, að ræða lítillega um það, sem mér virðist hljóta að vera meginkjarni slíks kerfis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.