Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 83
ANDVARI
GOÐINN I-'RÁ VALÞJÓFSSTAÐ
193
aði málum þeirra í milli. Fór hann svo
utan þetta haust 1281 á sama skipi og
Loðinn leppur. Þegar hér var komið hafði
mágkona Þorvarðar, Randalín Filipus-
dóttir á Valþjófsstað, setið í sorgum, allt
frá dauða manns síns. Yfir beinum Odds,
undir kirkjugarðsveggnum á Seylu, hvíldi
bannfæring heilagrar kirkju. En nú hafði
hún með fulltingi Arna biskups Þorláks-
sonar fengið leyfi til þess hjá páfanum í
Róm að grafa þau upp og flytja í Skál-
holt til greftrunar í vígðri mold. Lagði
Randalín og margir fleiri fram mikla fjár-
fúlgu til aflausnar beinum Odds. Greftr-
unin fór svo fram í Skálholti 19. júlí
1279. Þorvarðar er lítt eða ekki getið í
sambandi við mál þetta, og verður það
því ekki rætt frekar hér.
Nú kemur alllangt tímabil, sem Þor-
varður hverfur um stund af sviði sögunn-
ar og hans er hvergi getið við mál hér á
landi eða frá árinu 1281—1288. Vetur-
inn 1282—83 er hans getið í Noregi og
einnig 1286. Einnig er þess getið, að þar
hafi hann kvænzt í annað sinn. Það má
því telja öruggt, að í Noregi hafi hann
dvalið þessi sjö ár. En haustið 1288 kom
hann út hingað á sama skipi og Jörundur
Flólabiskup. Magnús konungur andaðist
árið 1280, og kom þá til ríkis Eiríkur
sonur lians, ungur að aldri. Notuðu ver-
aldlcgir höfðingjar í Noregi þetta tæki-
færi til þess að rísa gegn valdi kirkjunnar.
Þóttust þeir reka konungserindi, og fékk
þá hinn ungi konungur viðurnefnið
prestahatari. Ekki leið á löngu þar til
öldur þeirrar hreyfingar náðu einnig út
hingað til íslands. Árið 1282 fór Hrafn
Oddsson, merkismaður konungs á íslandi,
utan. Kom hann svo aftur út liingað árið
1283 ásamt Erlendi Ólafssyni með kon-
ungsbréf þess efnis, að leikmenn, er áður
höfðu látið af hendi við biskup kirkjur
og staði, sem þeir höfðu erft, skyldu aftur
ná eignum sínum. Vorið 1284 hófu svo
leikmenn endurheimt staðanna og héldu
svo látlaust áfram næstu árin. Kom svo,
að um hríð hefur Árni biskup kosið að
láta fremur undan síga. En þá sáust á ný
veðrabrigði í lofti í þessum málum.
Árið 1286 töldu ráðamenn Noregs
bættu á ófriði milli Norðmanna og Svía.
Var þá stofnað til herútboðs um allt ríki
Noregskonungs. Kom þá hingað til lands
sendiboði konungs varðandi þetta mál.
Arni biskup gerðist stuðningsmaður
þessa máls, en hlaut að launum vinfengi
konungs. Til ófriðar kom aldrei, en við
þetta fékk Árni biskup byr undir vængi
og hugðisí nú, eftir boði erkibiskups, að
hefja aðgerðir í staðamálum að nýju.
En áður en til þess kæmi varð hann
haustið 1288 ásamt Hrafni að leggja mál
þessi í dóm konungs og crkibiskups.
Ekki er vitað hvort Þorvarði Þórarins-
syni var skipuð sýsla, er hann kom út
1288. Líklegt er þó, að hann hafi haft
völd í Sunnlendingafjórðungi, því að
um haustið 1289 er hann búsettur í
Arnarbæli í Ólfusi. Árna biskupi var
mikið í mun, að komast út til íslands
svo fljótt sem auðið var sumarið 1289.
En Hrafn vildi ekki hleypa honum á
undan sér vegna ólokinna mála. Gat hann
komið því til leiðar, að konungur bann-
aði biskupi að fara. Var Hrafn þá sjálfur
í banni erkibiskups. En hann átti ekki
afturkvæmt til íslands, því hann andaðist
úti í Noregi þá um haustið. Þar eð Árni
biskup komst ekki að þessu sinni til stóls
síns, fól erkibiskup Hólabiskupi yfirreið
í Skálholtsbiskupsdæmi, og skyldi hann
m. a. heimta staði úr höndum leikmanna
og afhenda prestum. Idóf svo Jörundur
I Iólabiskup yfirreið um Skálholtsbiskups-
dærni austan frá. Runólf ábóta, umboðs-
mann Árna biskups, hitti hann svo í
Hornafirði. I byrjun október komu þeir
að Arnarbæli í Ölfusi, en þar bjó þá Þor-
varður Þórarinsson. Tók hann á móti
13