Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 36

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 36
146 GUÐMUNDUR DANÍELSSON ANDVAIU „Þau sögðu að ég væri ckki nerna líiilsháttar stautandi enn og spurðu hvort mig langaði ekki til að læra.“ O Ö „Hverju svaraðir þú, dengsi?“ spurði maðurinn og færði sig enn nær drengnum. „Eg sagði að þú værir oft að kenna mér, það sagði ég þeim.“ „Spurðu þau ekki hvað ég væri þá að kenna þér?“ „Jú, og ég sagði það væri allt um fjallið og veiðina — og að fara varlega með hyssu.“ „Þú ert góður drengur, dengsi. Jæja, sagðirðu það,“ gegndi maðurinn lágt, næstum eins og við sjálfan sig, síðan aftur hærra: „Hvað sögðu þau við því?“ „Þau sögðu að ég yrði að fara í skólann til prestsins í vetur, að læra á bókina." Maðurinn lierpti saman varirnar og starði framfyrir sig um stund þegjandi, annað augað kiprað eins og hann væri að miða byssu. „Komdu,“ sagði hann loks, „við skulum ganga í fjallið og vita hvað við sjáum. Taktu riflilinn þinn og skotin, ég tek tvíhleypuna." Þetta fjall var hátt og langt og breitt: heill heimur, með grashrekkum, hjöll- um, hólum, grjótskriðum, liuldufólksklettum, álfahömrum, gili, fossi og öllu mögulegu, auk hrafns og refs og rjúpu og hinna fuglanna. „Ég fer ekki með þig á háfjallið í dag, upp í snjóinn,“ sagði maðurinn þegar þeir tóku sér fyrstu hvíldina, „þetta verður ekki nenra æfing, bara sveima dálítið um hlíðarnar, þar sem sú hvíta er vön að halda sig þegar harðnar á.“ „Hvers vegna ekki núna strax upp í snjóinn?" spurði drengurinn, „þangað sem er veiðivon.“ „Fyrst cr að læra á fjallið hér neðra,“ sagði maðurinn. „Ég segi ekki að það sé gott að vera illa læs á bók, verra er þó hitt, að vera ólæs á fjallið." „Hvernig þá, pabbi?“ „Veiztu það, dengsi, ég hef aldrei villzt í ITólahólafjalli,“ sagði maðurinn, „het þó lent hér í öllurn veðrum, líka náttmyrkri, hlindþoku og stórhrið. Allir ldutir í þessu fjalli vísa réttan veg heim, cf maður þekkir þá.“ Þeir héldu göngunni áfram, upp og út, stefndu á skörðin og hamrana. „Éíttu á klettinn þarna, sem við förum framhjá núna,“ sagði maðurinn, „hann sýnist svosem líkur öðrum stórum steinuin hérna í brekkunum, en ef við skoðum þá betur, dengsi, þá eru þeir hver með sínu lagi, svo það er hægt að þekkja þá sundur í svartasta rnyrkri, hara með því að þreifa á þeirn. Þessi nibba þarna á klettinum bendir til dæmis beint á Hólahóla, sunnan í honum er lítill bolli, eins og grátittlingshreiður, þar hefur steinmoli úr öðru efni ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.