Andvari - 01.07.1962, Síða 36
146
GUÐMUNDUR DANÍELSSON
ANDVAIU
„Þau sögðu að ég væri ckki nerna líiilsháttar stautandi enn og spurðu hvort
mig langaði ekki til að læra.“
O Ö
„Hverju svaraðir þú, dengsi?“ spurði maðurinn og færði sig enn nær
drengnum.
„Eg sagði að þú værir oft að kenna mér, það sagði ég þeim.“
„Spurðu þau ekki hvað ég væri þá að kenna þér?“
„Jú, og ég sagði það væri allt um fjallið og veiðina — og að fara varlega
með hyssu.“
„Þú ert góður drengur, dengsi. Jæja, sagðirðu það,“ gegndi maðurinn lágt,
næstum eins og við sjálfan sig, síðan aftur hærra: „Hvað sögðu þau við því?“
„Þau sögðu að ég yrði að fara í skólann til prestsins í vetur, að læra á
bókina."
Maðurinn lierpti saman varirnar og starði framfyrir sig um stund þegjandi,
annað augað kiprað eins og hann væri að miða byssu.
„Komdu,“ sagði hann loks, „við skulum ganga í fjallið og vita hvað við
sjáum. Taktu riflilinn þinn og skotin, ég tek tvíhleypuna."
Þetta fjall var hátt og langt og breitt: heill heimur, með grashrekkum, hjöll-
um, hólum, grjótskriðum, liuldufólksklettum, álfahömrum, gili, fossi og öllu
mögulegu, auk hrafns og refs og rjúpu og hinna fuglanna.
„Ég fer ekki með þig á háfjallið í dag, upp í snjóinn,“ sagði maðurinn
þegar þeir tóku sér fyrstu hvíldina, „þetta verður ekki nenra æfing, bara sveima
dálítið um hlíðarnar, þar sem sú hvíta er vön að halda sig þegar harðnar á.“
„Hvers vegna ekki núna strax upp í snjóinn?" spurði drengurinn, „þangað
sem er veiðivon.“
„Fyrst cr að læra á fjallið hér neðra,“ sagði maðurinn. „Ég segi ekki að
það sé gott að vera illa læs á bók, verra er þó hitt, að vera ólæs á fjallið."
„Hvernig þá, pabbi?“
„Veiztu það, dengsi, ég hef aldrei villzt í ITólahólafjalli,“ sagði maðurinn,
„het þó lent hér í öllurn veðrum, líka náttmyrkri, hlindþoku og stórhrið. Allir
ldutir í þessu fjalli vísa réttan veg heim, cf maður þekkir þá.“
Þeir héldu göngunni áfram, upp og út, stefndu á skörðin og hamrana.
„Éíttu á klettinn þarna, sem við förum framhjá núna,“ sagði maðurinn,
„hann sýnist svosem líkur öðrum stórum steinuin hérna í brekkunum, en ef
við skoðum þá betur, dengsi, þá eru þeir hver með sínu lagi, svo það er hægt
að þekkja þá sundur í svartasta rnyrkri, hara með því að þreifa á þeirn. Þessi
nibba þarna á klettinum bendir til dæmis beint á Hólahóla, sunnan í honum
er lítill bolli, eins og grátittlingshreiður, þar hefur steinmoli úr öðru efni ein-