Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 33

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 33
ANDVAHI srniÐ 143 en kúlumótið í þá vinstri og renndi í það bráðnu blýinu. Eftir andartak skoppaði fyrsta kúlan fullmótuð og brennheit olan í pottbrotið við fætur hans, síðan liver af annarri, þangað til komnar voru tíu og mótið orðið svo heitt að mál var að stinga því snöggvast í herzluþróna til að kæla það. Þeir skiptust á um að steypa þangað til komnar voru hundrað, meðan annar steypti horfði hinn á, taldi kúlurnar sem féllu með næstum því jöfnu millibili úr mótinu ofan í pottbrotið, eins og annarlegur leki, eins og töngin gréti heitum augasteini sínum í hvert skipti sem hún opnaðist. „Þetta er nóg í bili, við skulum fara að hlaða," sagði maðurinn og tók pottbrotið með kúlunum í og bar það fram í verkfærahúsið. Hvellhettudósin, hylkið með patrónunum og púðurhaukurinn lágu á borð- inu hjá byssunum. ,,Sjáðu,“ sagði maðurinn og dró nýtt verkfæri upp úr jakkavasa sínum, „ég varð að kaupa sérstaka hleðslutöng fyrir riffilskotin, sú gamla fyrir hagla- patrónurnar er auðvitað of stór.“ Hann byrjaði að hlaða og fór sér hægt við fyrstu skotin, svo drengurinn gæti lært livert handtak rétt og sæist ekki yfir neitt. Annars ekki vandaverk, að því er virtist, töngin gerði þetta hérumbil sjálf: þrýsti hvellhettunni inn í opinn látúnshaus patrónunnar, mældi í hana réttan skammt af púðri, kleip barma hennar saman utan um blýkúluna, þar með búið. Þeir voru búnir með sjötíu og fimm skot klukkan tólf og maðurinn sagði að þeir skyldu ganga í bæinn að drekka hádegiskaffið. Drengurinn leit út um austurgluggann. „Hann situr enn á krossinum, pabbi,“ sagði hann. „Skyldi hann hafa setið þar kyrr allan þennan tíma?“ „Hann er feigur,“ sagði maðurinn og glotti við lítið eitt, hlóð síðan nýja riffilinn, opnaði dyrnar varlega, hallaði sér upp að stafnum, rniðaði byssunni og hleypti af. Drengurinn horfi spenntur út um gluggann, sá hrafninn lyfta ögn vængj- unum, en hætta við að fljúga, hallast þess í stað framyfir sig og detta beint niður á kirkjutröppurnar, liggja þar kyrran með annan vænginn útbreiddan, hinn vafinn að sér; útbreiddi vængurinn stóð framaf tröppunni og blakti svo- lítið upp og niður í vindinum. „Það er ekki sama hvert verkfærið er,“ sagði maðurinn, „með þessari byssu þarf maður ekki einu sinni að miða. Komdu, dengsi.“ Þeir mættu gamla manninum við bæjardyrnar, hann var moldugur á hnján- um og höndunum og moldugt rennsli frá báðum augnakrókum niður með nefinu. Húsbóndinn spurði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.