Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 127

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 127
ANDVARI ÍSLHNZK SAGNAGLllÐ 1961 237 Raun hans verður lesanda ekki veruleiki með því að höfundurinn sér hann ævin- lega að utan og ofan; pilturinn er ekki annað cn leikhrúða í dæmisögu sem að vísu er raunaleg með tilliti til þess veru- leika sem sagan er ofin um, en skortir í sögunni allt tragískt gikli, og raunar allt bókmenntalegt snið. Svipuð lýti eru á Vor fyrir utan þó þetta séu óskyldar sögur. Það sem þar vekur áhuga er lýs- ing gömlu konunnar, en hún er reyndar öll í molum og víða næsta yfirborðsleg. Langur hluti sögunnar er í staðinn við- kvæmnisleg og næsta væmin lýsing á „tilfinningalífi" fugls og drepur hinu eiginlega söguefni á dreif. Þetta gremsl lesanda með því að ekki leynir sér í sög- unni að úr þessum efnivið hefði með þróttmeiri tökum, einlægara viðhorfi, mátt gera minnilega sögu. Nokkuð öðru máli gegnir um Dýrasögu, nýja af nál- inni, sem þó er einnig misheppnuð. Idún segir af hatursofsókn fullorðins manns gegn lítilli stjúpdóttur sinni, en persón- ur sögunnar eru svo ýktar og lítilsigldar í senn, að þær verða aldrei trúverðugar, taumlaus óhugnaður sögunnar lýtur eng- um listrænum tilgangi. Þetta fyrsta sagnasafn Ástu Sigurðar- dóttur rnegnar sem sagt ekki að uppfylla þær vonir sem fyrstu sögur hennar gáfu tilefni til. Þær eru enn sem fyrr athyglis- verðustu verk hennar. Hins vegar leyna sér hvergi ríkir og upprunalegir hæfi- leikar hennar, þótt þcir virðist tæpast hafa tekið eðlilegum þroska á tíu árum. Þcirra sér stað með einu eða öðru móti í öllum sögum þessarar bókar. Megin- styrkur Ástu er hin nakta, frumstæða lífsskynjun hennar, opinskár og hlífðar- laus stílvilji. Þetta dregur hana drjúgt í beztu sögunum, en maður hlýtur að óska henni ríkari listrænnar ögunar, þrótt- meiri átaka við mál, stíl og efnivið. 9 Eins og vikið var að í upphafi fer því allfjarri að hér hafi verið gert tæmandi yfirlit um íslenzka sagnagerð árið 1961. Auk þeirra verka sem ræcld hafa verið að framan man ég í svip eftir níu nýjum frumsömdum skáldsögum íslenzkra höf- unda sem út komu á árinu; og auk þess komu út sýnisbækur a. m. k. tveggja höfunda með úrvali úr eldri verkum. Má þó vel vera að enn sé eitthvað vantalið. Þess er kannski vert að geta að af þess- um níu skáldsögum eru sjö eftir konur; og væri að vísu sagnagerð íslenzkra kvenna út af fyrir sig skemmtilegt at- hugunarefni. Það kann að véra að ein- hver þessara sjö sagna hefði verið álitleg til umræðu hér, en á hitt er að líta hversu skáldkonum okkar er gjarnt að rita sagna- flokka í stað þess að láta sér nægja eina sögu í senn. Þannig hafa þær tvær sem einna fremstar munu taldar, Elínborg Lárusdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir, báðar gefið út framhaldsbækur í ár. Elín- borg lýkur sögu sem hún hóf í fyrra, og einsætt virðist að framhalds sé von á sögu Ragnheiðar frá í haust, Mín liljan fríð. Falla sögur þeirra beggja því utan við ramma þessarar greinar; og sama gildir um sýnisbækurnar tvær, þeirra Krist- manns Guðmundssonar og Friðjóns Stefánssonar. En „íslenzk sagnagcrð" er engan veg- inn fullrædd þótt sjálfum skáldsögunum hafi verið gerð nokkur skil. Þær sögur sem virðast njóta hér einna mestrar lýð- hylli um þessar mundir eru engar skáld- sögur heldur ævisögur í einu formi eða öðru. Sívaxandi fjöldi minningabóka, samtalsbóka, endurminninga og ævisagna kemur hér út á hverju ári, og eru gjarna þær bækur sem mesta athygli og sölu hljóta ár hvert. Eins og allir vita hafa tveir úr hópi fremstu höfunda okkar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.