Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 58

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 58
168 MATTHÍAS JÓNASSON ANDVAHI Allt þetta eru sjálfsagðar kröfur og baráttumál þeirra, sem vinna að barna- vernd. En leysa slíkar úrbætur, sem fást kunna seint og um síðir og ávallt haltra á eftir sívaxandi þörf, vandann að fullu? Gctur stofnun nokkurn tímann rækt að fullu það uppeldisblutverk, sem for- sjónin ætlaði foreldrum? Megum við borfa á það aðgerðalaus, að sá samfélags- kjarni, sem siðgæðismenning okkar er vaxin af, fjölskyldan, leysist upp í ein- bert seljanlegt vinnuafl? Svo scm kunnugt er, hefur hin almenna fræðsla barns og unglings smám saman flutzt af heimilinu yfir í opinberan skóla, þó að gott beimili eigi enn þá ómetan- legan þátt í fræðslunni. Ein fræðslu- grein, sem fyrr á tíð þótti einna mikil- vægust, hefur þó orðið þannig milli heim- ilis og skóla, að hvorugt rækir hana af alvöru. Hún var eitt sinn öndvegisgrein í öllu námi, en nú er hún okkur svo fjarlæg, að við kunnum varla að nefna hana. Skólamenn tala helzt um hana í því sambandi, að bún sé hlutverk heim- ilisins, en heimilið vill varpa henni ásamt öðru fræðslustarfi vfir á skólann. Ég á við siðfræðsluna. Hún var áður samrunnin öllu uppeldisstarfi heimilisins, og þegar skólar voru stofnaðir bér í álfu, varð hún öndvegisgrein þeirra. Nú er hún með öllu horfin af námsskrá skól- anna og heimilið ófært til að rækja hana eitt sér. Ákveðin þróunarrök liggja til þess, að siðfræðslan hvarf úr námsskrá skól- anna. Sívaxandi tækni heillaði bugi manna og vakti vonir um glæsta og auð- velda framtíð mannkynsins. OIl bugsun manna snerist um tæknina, viðgang hennar og þróunarmöguleika. Iljá stór- fengleik hennar sýndist maður og mann- leg vandamál smávægileg, og þau burfu í skugga hennar. Tvær heimsstyrjaldir liafa opnað augu okkar fyrir annarri hlið tækninnar. Ilinn skefjalausi tæknigaldur vekur okkur ógn og skelfing jafnframt því, sem seiðmagn hans heillar hug okk- ar. Við óttumst, að hún kunni að tortíma menningunni. í kapphlaupi okkar við tæknina höfum við gleymt þeim frum- stæðu lögmálum, sem mestu ráða um siðgæðisþroska mannsins. Þess vegna sníður nú vélplógur skipulagningarinnar æ breiðari skák af jurtareit heimilisins, þokar hjónaband fyrir skyndisnmbúð, foreldraást fyrir munaðarleysi. Siðfræðslan er ómissandi til þess að veita æskunni innsýn í siðgæðið. Við það opnast henni mikilvægasta svið menn- ingarinnar, því að í siðfræðinni samein- ast lífsreynsla kynslóðanna og hugsjóna- auður einstakra afburðamanna. Til þessa arfs er æskan borin og hans má hún ekki missa. Boð og bann föður eða móður nægir að vísu barninu ungu, meðan því sýnist foreldrið vera alviturt og almátt- ugt. Unglingnum aftur á móti nægir ekki myndugleiki foreldranna, nema hann finni, að sterkara afl standi þar að baki. Hann verður að fá að ganga úr skugga um það, að siðboðin eru ekki sprottin af einbcrum geðþótta eldri kynslóðarinnar. Æskan þarf að fá að þroska skilning sinn við þá siðgæðisreynslu, sem mannkynið hefur öðlazt um líferni einstaklingsins, siðræna heilbrigði og samfélagslega nauð- syn. Við slíka fræðslu myndi æskan verða víðsýnni og þroskaðri að dómgreind um siðgæðisleg efni. Um leið öðlaðist hún réttari skilning á breyskleika eldri kyn- slóðarinnar og notaði bann ekki eingöngu til þess að réttlæta eigin ávirðingar. Og á hinn bóginn: Ef kynslóð foreldranna tæki siðfræðsluna alvarlega, hlyti siðgæði liennar sjálfrar að verða einlægara og hið háskalega misræmi milli boðskapar hennar og verknaðar að minnka. Meðan uppvax-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.