Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 10
120
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
þætti áfátt um skýra og Ijósa framsetningu. Raunar treysti ég mér hvergi nærri
til að mæla þekkingu mína á réttarfari við Einars, því að þar liafði hann frá
grunni kannað hverjar réttarreglur giltu hér á landi. En einmitt í réttarfari var
oft mikið vafamál hver gömul dönsk lagaboð höfðu tekið hér gildi. Úr öllu
þessu greiddi Einar og samdi síðan bækur sínar svo sem óhjákvæmilegt var með
hliðsjón af erlendum, einkum dönskum, fræðiritum, eftir því sem við gat átt.
Einar setti ekki fram nýjar frumlegar lögfræðikenningar í kennslubókum sínum,
en hann sýndi á ljósu, auðskiljanlegu máli fram á hver væru gildandi íslenzk
lög og samkvæmt hvaða meginreglum ætti að skýra þau. Með þessu vann hann
brautryðjandastarf, sem seint verður fullþakkað.
Sagnfræðirit Einars hlutu misjafnari dóma. Hann þótti stundum ekki gæta
nægrar nákvæmni og sum þeirra eru a. m. k. svo þurrlega samin, að þau gátu
þegar af þeirri ástæðu naumast orðið við alþýðu skap. Ekki fer þó á milli mála,
að Einar vann einnig stórvirki í íslenzkri sagnfræði, enda var það dómur dr. Jóns
heitins Jóhannessonar prófessors, sem glögg skil kunni á þeim efnum, að starfa
Einars þar yrði lengi minnzt.
Rit Einars um réttarstöðu íslands, bæði bókin með því nafni, sem birtist
1913, og útgáfa Ríkisréttinda lslands 1908 voru að nokkru sóknarrit. Þar var
safnað vopnum til baráttu fyrir sjálfstæðiskröfum íslendinga. Þau stuðluðu á
sínum tíma mjög að því að herða hug landsmanna og gera þeirn auðveldara um
svör við kenningum danskra fræðimanna. En auðvitað liljóta slíkar rökræður
ætíð að bera á bóða hóga meiri keim af málflutningi en endanlegum dómi.
Afrek Einars í þessum efnum áttu sinn þátt í því, að hann var kosinn fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á þing 1914 af Ámesingum og átti þá setu þar þangað til
1919, var endurkosinn 1916. Á stúdentsárum sínum hafði hann fylgt Land-
vamarmönnum að málum, og skömmu eftir heimkomu sína varð liann á árinu
1907 um nokkurra mánaða skeið ritstjóri Fjallkonunnar. Studdi blaðið undir
hans stjórn þá, sem lengst vildu ganga í kröfugerð á hendur Dönurn. Hinsvegar
fylgdi hann „uppkastinu" 1908. í stjómmálum lét Einar þó fyrst verulega að sér
kveða, þegar hann snerist eindregið gegn þeim hugmyndum um lausn sambands-
málsins, sem Danir gáfu kost á 1912, og liafði forystu í blaðaskrifum til gagnrýni
á Hannes Hafstein fyrir meðferð stjórnarskrármálsins í ríkisráði 20. okt. 1913.
Á Alþingi komst Einar þegar í hóp áhrifamestu þingmanna. Munaði litlu,
að hann væri kjörinn ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins strax á fyrsta þingi, sem
hann sat, þótt Sigurður Eggerz yrði þá hlutskarpari. En ráðherradómur Sigurðar
stóð skamma stund að því sinni. Hann var skipaður í stöðuna liinn 21. júlí
1914 en baðst lausnar 30. nóv. sama ár vegna ágreinings við konung og dönsku
jíkisstjórnina út af staðfestingu stjómarskrárfrumvarps, sem Alþingi liafði sam-