Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 123

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 123
ANDVARI ÍSLENZK SAGNAGERÐ 1961 233 ingalíf sögufólks síns í ytri atvikum, en hitt er víst að stíll lians í beztu sögurn þessarar bókar einkennist af nærfærinni lýsingu tilfinningalífs frekar en beinni túlkun þess; að baki býr oft næmleg og tregablandin sársaukakennd sem ég freistast til að kalla Ijóðræna. Sami stíls- máti er enn á Ósýnilegu handtaki, það er fíngerð saga af fyrstu kynnum ungs drengs af elli og aðvífandi dauða og þeim óhugnaði sem fylgir. Næmur skilningur á tilfinningalífi og viðbrögðum barna ásamt fáguðum stíls- máta er sem sagt í þessari bók höfuðkost- ur á nokkrum sögum Ingimars og ljær þeirn gildi umfram snotrar dægurbók- menntir; af þessum ástæðum virðist vert að binda við höfundinn góðar vonir. Tilfinningalíf ungs drengs er einnig uppistaðan í fyrstu sögu Guðbergs Bergs- sonar, en verk hans gerir meira en vekja vonir; það er kostadrjúgt og minnilegt skáldverk, og bezt að segja þegar í upp- hafi að sögu Guðbergs má með rökum telja „beztu“ skáldsögu ársins 1961 ef mönnum eru slíkar einkunnagjafir áhuga- mál. Miisin sem læðist er sálfræðileg skáldsaga af góðum og gildum evrópsk- um skóla, þótt hún sé nýstárlegt verk i íslenzkum bókmenntum. Viðfangsefnið er á ytra borði dauðaótti ungs drengs sem snýst upp í hreina sálflækju að lokum, en undir niðri lýsir sagan því hversu allur Inigur og trú sögumanns beinist „að jörðinni og efninu". Sumir beztu þættir sögunnar eru einmitt af þessurn toga þótt þeir láti ekki ýkja mikið yfir sér: vanmáttur drengsins í hörðum og and- snúnum heimi birtist ekki sízt í lýsing- unni á hinni fátæklegu fróun sem hann finnur sér í náttúrunni og í líkama sínum. Sögumaður er drengurinn sjálfur, piltur kominn undir gelgjuskeið, og sagan öll sögð í fyrstu persónu. Þótt bygging sög- unnar sé einföld við fyrstu sýn er bún gerð með ærnum kostum og verð athygli. Höfundur hefur sögu sína með stuttum formála þar sem gerð er ljós grein fyrir sögusviði, sögufólki og söguefni; síðan er sagan sjálf rakin til lykta, bláþráða- laus en bægfara og á stundum nokkuð daufleg á yfirborði. Þetta er ekki öllum hent: allur kjarni sögunnar er reyndar í formálanum, það verður æ ljósara af lestri sjálfrar sögunnar, en engu að síður verður þetta aldrei til að draga úr spennu verksins. f lok formálans lýsir böfundur líka vinnubrögðum sínum og stílsmáta, hann kveðst munu „reyna að lýsa um- skiptum þeim er gerðust, jafn-nákvæm- lega, Ijóst, samvizkusamlega og hlutlaust og unnt er.“ Þetta er góð lýsing á frá- sagnarhætti verksins, höfundur kostar alls kapps um hlutlægni í stíl og lánast þessi viðleitni vel: liann rýfur hvergi trúverð- uga fyrstu-persónu frásögn drengsins, og tekst í senn að gera mynd hans skýra, lifandi og eftirminnilega og gera urn- hverfinu og öðru sögufólki fullgild skil og engu síðri. Maður kann að álykta á stundum við lestur sögunnar að mcð öðr- um vinnubrögðum, stílfærðari frásagnar- hætti, hefði höfundur getað magnað sögu sína til muna, gert hana óhugnanlegri og þannig áhrifasterkari; en á hitt er að líta að þar með hefði Guðbergur reyndar skrifað allt aðra sögu. Raunsæi og hlut- lægni eru þær leiðarstjörnur sem hann hefur valið sér og verki sínu, og undir því merki vinnur hann góðan sigur. Daufleikayfirbragð það sem manni finnst allvíða á sögunni og amar dálítið við fyrsta lestur venst fljótlega og hæfir sög- unni raunar vel: hún segir af dauflegu lífi þótt undir niðri byltist stríðir straumar. Drengurinn er að sjálfsögðu í for- grunni sögunnar og hlýtur fyllsta og ítar- legasta túlkun: sár einmanaleiki hans, draumþörf og ímyndun á krókóttum villuvegum, útilokun hans frá öllu lif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.