Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 13

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 13
ANDVARI EINAR ARNÓRSSON 123 Um þessar mundir hóf Einar aftur virka þátttöku í stjómmálum og leitacSi kosningar til Alþingis í Ámessýslu 1927 fyrir íhaldsflokkinn en nácSi ekki þing- sæti. Hann var hinsvegar kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur 1930 af hálfu Sjálf- stæðisflokksins, sem stofnaður var 1929 með samruna íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins. Þingmaður Reykvíkinga var Einar kosinn 1931 í þingrofskosn- ingunum, sem einna harðastar þóttu á löngu árahili. í þeim kosningum var rnjög deilt um lögskýringu, sem Einar hafði áður sett fram, og leiddi til þess, að þingrof taldist óheimilt eins og á stóð. Hvað sem þeirri lögskýringu leið, er ljóst, að hún var ekki gefin með hliðsjón af þeim atburðum, sem enginn gat séð fyrir, þegar liún var gefin. Ótvírætt er, að venja hefur nú skorið úr um annan skilning. En sennilegt er, að ef kosningaúrslit hefðu orðið önnur 1931, þá hefði þar með helgazt skilningur Einars, þótt hæpinn væri. Einar sat ekki lengi á Alþingi að þessu sinni, því að hinn 2. ágúst 1932 var hann skipaður hæstaréttardómari. Þeirri stöðu gegndi hann þangað til 1. maí 1945 að því undanteknu, að hann var dóms- og menntamálaráðherra frá 16. des. 1942 þangað til 21. september 1944. Á hinum síðari ráðherradómi Einars stóð svo, að þegar Sveini Björnssyni ríkisstjóra þótti dragast úr liófi, að mynduð væri þingræðisstjórn eftir haust- kosningamar 1942, fékk hann dr. Bjöm Þórðarson til að mynda utanþingsstjóm, en dr. Björn lagði á það ríka áherzlu, að Einar tæki sæti í henni. Sem betur fór varð Einar við þeirri ósk, því að þótt hann léti ekki mjög að sér kveða á Alþingi þessi ár, átti hann ríkan þátt í því, að stjórnin tók í árslok 1943 skelegga afstöðu með stofnun lýðveldis á árinu 1944. Kom þá skjótt í ljós, að hugmyndir ríkisstjóra voru allt aðrar, sem raunar mátti marka af vali hans á dr. Birni sem forsætisráðherra eftir ræðu hans 1. desember 1942. I umræðum á Alþingi 1944 kom glögglega fram, að skoðanir Einars mót- uðu afstöðu stjómarinnar, er haggaðist ekki við bréf ríkisstjóra hinn 21. janúar, sem mjög fór í aðra átt. Er enginn efi á, að þessi afstaða stjómarinnar réði miklu um þá þjóðareiningu, sem tókst um endurreisn lýðveldisins. Einar hvarf úr stjórninni skömmu eftir endurheimt sjálfstæðisins, hefur þá sennilega talið verkefni sínu þar lokið og fýst aftur í hæstarétt. Mannvit, skarpskyggni, réttsýni, liugarró, lífsreynsla og lagaþekking gerðu Einar að ágætum hæstaréttardómara. Hefði því mátt ætla, að hann ætti þess kost að sitja í hæstarétti svo lengi sem lög frekast leyfðu. Sú varð þó ekki raunin. Honum var veitt lausn svo að segja eins fljótt og kostur var strax eftir 65 ára afmæli hans, samtímis því sem hæstaréttardómurum var fjölgað um tvo. Sennilega hafa stjórnmálaástæður valdið því, en þess ber að gæta, að sá, sem þá var dómsmálaráðherra, ágætur maður, var ekki lögfræðingur og kunni því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.