Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 37
ANDVARI
STRÍÐ
147
hvern tíma dottið úr honum. Já, dengsi, þú sérð það er fleira hægt að gera sér
til gamans í fjallinu en skjóta, þó það sé kannski aðalerindið.“
Og eru nú staddir á gilbarmi, fyrir fótum þeirra ristir grunnt gil sig niður
í gegnum rauða lyngflákana, og þarna er rjúpa, í barminum hinum megin.
„Svona þá, drengur, nú á magann, þama er veiðin,“ hvískrar maðurinn,
og hopar tvö skref til baka, viðbúinn sjálfur með tvíhleypuna, ef það skyldi
geiga hjá viðvaningnum.
„Bara rólegur, ekkert fát,“ hvískrar maðurinn meðan drengurinn krýpur
í lyngið, og drengurinn endurtekur með sjálfum sér: „Bara rólegur, ekkert fát“.
Heitur vangi hans nú við kalt skeftið, vísifingur hans krepptur á gikknum,
nreðan kornið fremst á hlaupinu leitar jafnvægis milli sigtisraufarinnar efst á
hlaupinu og hvíta depilsins hinum megin við gilið: Skot.
„Ekki hitt," tautar drengurinn skömmustulegur: rjúpan ekki lengur á
sínum stað, heldur flýgur með ógnar vængjaslætti beint upp í loftið.
„Jú,“ sagði maðurinn, „sérðu ekki hún hengir hausinn?“
Og er allt í einu hætt að berja vængjunum í loftið og farin að detta.
„Eg sá hún var dauð þegar hún flaug upp,“ sagði maðurinn, „rjúpur og
hænsni gera þetta stundum. Þú átt eftir að verða bezta skyttan í þessu fjalli,
dengsi."
Drengurinn sótti rjúpuna ofan í gilið, síðan batt maðurinn snærisspotta
um lappirnar á henni, bjó til lykkju á snærið og smeygði henni yfir öxl drengsins.
„Væn rjúpa, ekki undir fimm hundruð og þrjátíu grömmum, býst ég við,“
sagði hann, „en þig munar ekkert um hana, allir vilja bera sína eigin veiði.“
Þeir reikuðu enn lengi urn fjallið, þangað til fór að rökkva, það var veður-
hljóð í skörðunum og dimmt til loftsins í norðri, kannski var hann að færa í sig
snjó. Drengurinn loks tekinn að lýjast, riffillinn þungur og rjúpan seig í, nú
fyrst tók hann eftir því að blóð hafði dropið úr nefi hennar og atað buxurnar
hans, en það gerði víst ekkert til: faðir hans kom venjulega blóðugur heim úr
fjallinu.
Þeir voru nú staddir á hjöllunum utan við bæinn, niðrundir jafnsléttu.
Skammt fyrir neðan þá skyggði í löngu lágu klettabríkina, þar sem hjallarnir
enduðu, og enn neðar — niðri á jafnsléttu — grillti í veginn sem lá út að Stað
og allra hinna bæjanna á þeim slóðum, héðan að sjá rann vegurinn og kletta-
brúnin nærri því sarnan í eitt.
Allt í einu sáu þeir svörtum fugli bregða fyrir í hálfrökkrinu, hrafni, hann
lyfti sér sem snöggvast upp fyrir klettabrúnina, eins og hann hefði verið styggður
upp af náttbóli sínu þar, fór síðan aftur í hvarf.