Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 59
ANDVARI
AFSTAÐAN MILLI KYNSLÓÐANNA
169
andi kynslóð er haldin þeirri andúðar-
fullu tilfinningu, að kynslóð foreldranna
noti siðalögmálið fyrst og fremst sem haft
á hana, án þess að finna sjálfa sig skuld-
bundna því, er andstaðan milli kynslóð-
anna fyrirfram ákveðin. Æskan beygir
sig ekki fyrir svo geðþóttablöndnum af-
skiptum, og á eldri kynslóðinni mun í
þessu efni sannast, að erfitt er að verða
spámaður i dalnum, þar sem menn voru
smalar í bernsku. Æskan þarf að finna,
að siðalögmálið nærist af sterkri rót í
reynslu kynslóðanna. Því að þrátt fyrir
allan uppreisnarhug er æskan í innstu
verund Iialdin sams konar lotningu fyrir
lífi og reynslu fortíðarinnar eins og sú
kynslóð, sem hún rís gegn. En fortíðin
skal liggja í hæfilegri fjarlægð, sem hyl-
ur misfellur raunveruleikans.
Siðfræðsla er flestum menningarþátt-
um auðveldari um það, að vandamál sið-
fræðinnar speglast í lífi hvers einstakl-
ings. Að sarna skapi sem siðgæðislögmál-
in skýrast í vitund unglingsins, lærist hon-
um að skoða sína eigin breytni í ljósi
þeirra. í slíku námi lýkst upp fyrir hon-
um dýpri merking margrar kröfu, sem
gerð er til hans daglega, t. d. hófsemdar-
krafan. Mörgum unglingi finnst, að allar
nautnir ættu að vera honum frjálsar, og
að þar standi ekki annað í vegi en kredd-
ur eldri kynslóðarinnar. Þessi hlinda
hindrun, sem honum sýnist vera, æsir
uppreisnarhug hans. Því rækilegar sem
hann brýtur hana, því frjálsari finnst
honum hann vera. Margt ungmenni, sem
byrjaði áfengisneyzlu í slíkum uppreisn-
arhug, kemur ekki til sjálfs sín, fyrr en
það er svo beygt undir þrældómsok of-
drykkjunnar, að það örvæntir um að
losna. Frá þessum ófarnaði, sem er hið
raunalega hlutskipti margs íslendings,
gæti kenningin um manndómsgildi hóf-
seminnar bjargað.
Líku máli gegnir mcð mannhelgihug-
sjónina. Hún er miklu víðtækari en boð-
orðið: „Þú skalt ekki mann deyða“.
Mannhelgihugsjónin bannar að rýra
manngildi eða lífshamingju nokkurs
manns fyrir holdlega girnd. Þessari sið-
gæðisreynslu hafa liðnar kynslóðir skilað
okkur, og æskan þarf að skilja hana, svo
að henni verði 1 jós dýpri þýðing skírlífis-
kröfunnar: að hafa hemil á hvötum sín-
um, unz maður og kona hafa náð líkam-
legum og andlegum fullþroska, liafa
tengzt sálrænum böndum og eru fær um
að sjá fyrir afkvæmi. Ef unga kynslóðin
missir af þessum skilningi og þcirri
ábyrgðartilfinningu, sem af honum vex,
glatast úr kynnum karls og konu einn
þáttur, sem enginn sá, er reyndi, myndi
vilja fara á mis við: tilhugálífið. Að unn-
ast hugástum, að finna hvort um sig, að
þau vilja bera ábyrgð á hinu, það er sá
strcngur, sem traustlegast bindur mann
og mey. Elugástir spretta af annarri rót
en stundar hrifning eða losti. Þær eru
aðdáun og þögul tilbeiðsla, sem vex í þrá
eftir stöðugum samvistum og sameigin-
legum örlögum. Konan glatar reisn, ef
hún hættir að gera kröfu til hugástar
þess manns, sem nálgast hana, eða tekur
honum án þess að finna slíka tilfinningu
í eigin brjósti.
Auðvitað leysir siðfræðslan ekki allan
persónulegan vanda, sem verða kann í líf-
erni barns og unglings. En hún myndi
auðvelda þeim að skýra fyrir sér afstöðu
sína, hún myndi sýna þeim ungmenni
löngu liðinna tíma í sams konar vanda.
Ungmenni finnst oft, að vandamál þess
séu einstök og óviðjafnanleg, af því að
það einblínir á persónuleik sjálfs sín, en
skilur ekki hinar hlutrænu kröfur, sem
því er ætlað að beygja sig undir. í því
ástandi er ungmennið veikt fyrir hvers
konar freistingum og slæmu fordæmi.