Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 59

Andvari - 01.07.1962, Side 59
ANDVARI AFSTAÐAN MILLI KYNSLÓÐANNA 169 andi kynslóð er haldin þeirri andúðar- fullu tilfinningu, að kynslóð foreldranna noti siðalögmálið fyrst og fremst sem haft á hana, án þess að finna sjálfa sig skuld- bundna því, er andstaðan milli kynslóð- anna fyrirfram ákveðin. Æskan beygir sig ekki fyrir svo geðþóttablöndnum af- skiptum, og á eldri kynslóðinni mun í þessu efni sannast, að erfitt er að verða spámaður i dalnum, þar sem menn voru smalar í bernsku. Æskan þarf að finna, að siðalögmálið nærist af sterkri rót í reynslu kynslóðanna. Því að þrátt fyrir allan uppreisnarhug er æskan í innstu verund Iialdin sams konar lotningu fyrir lífi og reynslu fortíðarinnar eins og sú kynslóð, sem hún rís gegn. En fortíðin skal liggja í hæfilegri fjarlægð, sem hyl- ur misfellur raunveruleikans. Siðfræðsla er flestum menningarþátt- um auðveldari um það, að vandamál sið- fræðinnar speglast í lífi hvers einstakl- ings. Að sarna skapi sem siðgæðislögmál- in skýrast í vitund unglingsins, lærist hon- um að skoða sína eigin breytni í ljósi þeirra. í slíku námi lýkst upp fyrir hon- um dýpri merking margrar kröfu, sem gerð er til hans daglega, t. d. hófsemdar- krafan. Mörgum unglingi finnst, að allar nautnir ættu að vera honum frjálsar, og að þar standi ekki annað í vegi en kredd- ur eldri kynslóðarinnar. Þessi hlinda hindrun, sem honum sýnist vera, æsir uppreisnarhug hans. Því rækilegar sem hann brýtur hana, því frjálsari finnst honum hann vera. Margt ungmenni, sem byrjaði áfengisneyzlu í slíkum uppreisn- arhug, kemur ekki til sjálfs sín, fyrr en það er svo beygt undir þrældómsok of- drykkjunnar, að það örvæntir um að losna. Frá þessum ófarnaði, sem er hið raunalega hlutskipti margs íslendings, gæti kenningin um manndómsgildi hóf- seminnar bjargað. Líku máli gegnir mcð mannhelgihug- sjónina. Hún er miklu víðtækari en boð- orðið: „Þú skalt ekki mann deyða“. Mannhelgihugsjónin bannar að rýra manngildi eða lífshamingju nokkurs manns fyrir holdlega girnd. Þessari sið- gæðisreynslu hafa liðnar kynslóðir skilað okkur, og æskan þarf að skilja hana, svo að henni verði 1 jós dýpri þýðing skírlífis- kröfunnar: að hafa hemil á hvötum sín- um, unz maður og kona hafa náð líkam- legum og andlegum fullþroska, liafa tengzt sálrænum böndum og eru fær um að sjá fyrir afkvæmi. Ef unga kynslóðin missir af þessum skilningi og þcirri ábyrgðartilfinningu, sem af honum vex, glatast úr kynnum karls og konu einn þáttur, sem enginn sá, er reyndi, myndi vilja fara á mis við: tilhugálífið. Að unn- ast hugástum, að finna hvort um sig, að þau vilja bera ábyrgð á hinu, það er sá strcngur, sem traustlegast bindur mann og mey. Elugástir spretta af annarri rót en stundar hrifning eða losti. Þær eru aðdáun og þögul tilbeiðsla, sem vex í þrá eftir stöðugum samvistum og sameigin- legum örlögum. Konan glatar reisn, ef hún hættir að gera kröfu til hugástar þess manns, sem nálgast hana, eða tekur honum án þess að finna slíka tilfinningu í eigin brjósti. Auðvitað leysir siðfræðslan ekki allan persónulegan vanda, sem verða kann í líf- erni barns og unglings. En hún myndi auðvelda þeim að skýra fyrir sér afstöðu sína, hún myndi sýna þeim ungmenni löngu liðinna tíma í sams konar vanda. Ungmenni finnst oft, að vandamál þess séu einstök og óviðjafnanleg, af því að það einblínir á persónuleik sjálfs sín, en skilur ekki hinar hlutrænu kröfur, sem því er ætlað að beygja sig undir. í því ástandi er ungmennið veikt fyrir hvers konar freistingum og slæmu fordæmi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.