Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 6
116
13JARNI BRNKDIKTSSON
ANDVARI
Einars, var Gróa Sæmundsdóttir Þóroddssonar bónda í Langholti í Flóa Sæmunds-
sonar og Þórnýjar Þorsteinsdóttur bónda á Stóru-Borg í Grímsnesi Erlendssonar
á Ondverðarnesi í Grímsnesi Þorsteinssonar bónda á Fossi í Grímsnesi Þorsteins-
sonar bónda á Fossi í Grímsnesi Narfasonar í Efstadal í Laugardal Einarssonar
bónda í Gröf í Grímsnesi Jónssonar bónda á Laugarvatni Narfasonar sýslu-
manns og lögréttumanns í Reykjavík á Seltjarnarnesi Ormssonar sýslumanns
s.st. Jónssonar sýslumanns s.st. Árnasonar ábóta í Viðey Snæbjarnarsonar.
Þau Guðrún og Arnór gengu að eigast 5. júlí 1868 og bjuggu að Minna-
Mostelli þar til Guðrún dó 16. apríl 1897. Síðustu 18 ár ævi sinnar dvaldist Arnór
á beimili Einars sonar síns. Arnór andaðist hinn 14. febrúar 1926. Bæði voru
Guðrún og Arnór talin vel viti borin og merkisfólk. Hann þótti forkur til vinnu
og velvirkur en var lengst af bagaður af illkynjuðu fótarmeini. Þau eignuðust
fimm böm og kornust þrjú þeirra upp, systurnar Guðrún og Guðný, og Einar,
þeirra yngstur.
Einar Arnórsson var fæddur að Minna-Mosfelli binn 24. febrúar 1880.
Kom snemma fram, að hann var námfús. Hann lét kröpp kjör ekki aftra sér, las
urn skeið utan skóla og lauk stúdentsprófi með góðri einkunn í Reykjavík 1901,
ári á undan bekkjarbræðrum sínum. 1 skóla þótti Einar hneigður fyrir íslenzk
íræði og vel að sér í skáldskap. Var hann þá sjálfur talinn skáldmæltur, þótt
ekki sé kunnugt, að hann hafi síðar lagt stund á þá íþrótt.
Að stúdentsprófi loknu hóf Einar fyrst nám í norrænum fræðum við Kaup-
mannahafnarháskóla, en hvarf skjótt frá því og tók að lesa lögfræði. Lögfræði-
prófi lauk hann hinn 16. júní 1906 með hárri 1. einkunn. Mun próf hans
hafa verið eitthvert hið bezta, ef ekki hið bezta, sem nokkur íslendingur tók í
lögfræði við Hafnarháskóla.
Næsta vetur dvaldist Einar í Kaupmannahöfn m. a. við að kynna sér hinar
fornu lögbækur íslendinga. Kom það honurn að góðu haldi þegar hann hinn
27. júní 1908 var frá 1. júlí settur kennari við lagaskólann í Reykjavík, sem
taka skyldi til staría þá um haustið. Skipun í þá stöðu hlaut hann frá 1. ágúst
sama ár, og prófessor við lagadeild Háskólans var hann skipaður eftir stofnun
hans sumarið 1911. Lagakennsla var síðan aðalstarf Einars allt þangað til hann
var skipaður dómari í Llæstarétti hinn 2. ágúst 1932 frá 1. september það ár.
Einar hvarf þó tvisvar urn skeið frá lagakennslunni. Á meðan hann var ráð-
herra íslands, frá því í nraí 1915 þangað til um áramótin 1916—1917, og um
mánaðartíma haustið 1919, þcgar hann tók við stjórnmálaritstjórn Morgun-
blaðsins. Kom þá skjótlega í ljós, að lagadeildin gat alls ekki án hans verið, og
var hann þess vegna fenginn til að taka aftur við prófessorsembættinu.
Hinum fyrstu lagakennurum var mikill vandi á höndum. Þeir höfðu að