Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 46

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 46
156 JÓHANN S. HANNESSON ANDVARI mitt þessi undirbúningur, sem öllum má veita, þessi menntun, sem allir geta til- einkað sér. Þetta ríður öllum á að skilja og muna, sem vilja láta skólamál til sín taka. Þessi öld er að vísu réttnefnd tækni- öld. En eins og allar aldir er hún einnig — og um fram allt — mannöld. Jafnaugljós og fyrri staðreyndin, en margfalt veigameiri og flóknari, er hin síðari, en hún er þessi: íslenzkt þjóðfélag hefir lengi verið og er enn samfellt og einskonar að menningu — menningarlega liómógent, ef mér leyfist að nota hand- hægt erlent orð um svona þjóðlegt fyrir- hæri. Sú innlenda menning, sem við höf- um tckið í arf, er sameign allrar þjóðar- innar; ofanfrá og niðurúr slitnar þar Iivergi á milli. Menning af þessu tagi getur ekki skapazt í nútímaþjóðfélagi, og það gengur kraftaverki næst, að hún skuli haldast á Islandi enn í dag. Þessi samfellda, einskonar menning er að mínu viti dýrasta eign okkar Islendinga, og okkur ætti að vera allt til vinnandi, að glata henni ckki. En tæki til að halda í hana eigum við ekki annað en skóla- kerfið. Aður en ég held lengra á þessari braut, langar mig til að koma í veg fyrir hugsan- legan misskilning á því, sem ég er að reyna að segja. Ég er ekki að halda því fram, að á íslandi sé eða hafi verið stétt- laust þjóðfélag í nokkrum venjulegum skilningi. Misskipting þessa heims gæða hefir til dæmis jafnan átt sér stað hér eins og annars staðar, og hér hafa jafnan búið bæði herrar og þjónar. En í þröngum menningarlegum skilningi var hér og er stéttlaust þjóðfélag. Þrátt fyrir stórfellt misræmi í efnahag og þjóðfélagsstöðu — sem vafalaust hefir haft sín áhrif á menn- ingaráhuga og mcnningargetu — má með sanni segja, að allir iðkuðu sömu and- legar íþróttir, allir áttu sömu mcnningar- leg áhugamál, allir ræddust við á sömu tungu. Andlegar íþróttir og menningar- leg áhugamál sameina að vísu ekki alla þjóðina í dag í sama mæli og í gær. En hin eina íslenzka tunga —- hin sameigin- lega mállýzka allra stétta — gerir það enn. Enn í dag tala allir íslendingar eins, án tillits til menntunar, stéttar eða at- vinnu. Það litla, sem skólar og mennta- menn hafa af misskilningi gert til að hinda endi á þetta ástand, er að mestu unnið fyrir gýg, sem betur fer. Því að hið ómetanlega gildi þess fyrir lýðræðis- þjóð að tala eina tungu liggur í augum uppi, ekki sízt fyrir þá, sem kynnzt hafa hinni skaðvænu þjóðfélagslegu þýðingu stéttarmállýzkunnar hjá grannþjóÖum okkar. En hverfum nú aftur að sambandi þess- arar sérkcnnilegu menningar við skóla- kerfið. I lýSræðisþjóðfélagi er það bin endanlega hugsjón skólanna, að skapa allri þjóðinni sameiginlega menningu. Þar sem slík sameiginleg menning er fyrir hendi, hlýtur það hinsvegar að verða fyrsta hlutverk skólanna að viðhalda henni. Uppruna hinnar samfelldu menn- ingar okkar er vafalaust að leita í þeirri einhæfni, sem einkenndi íslenzkt atvinnu- líf allt fram á okkar daga. Allir lands- menn uxu upp við sörnu störf og sömu heimilishætti, eða með öðrum orðum: allir hlutu sömu menntun, því að starfið og heimilislífið voru eini skólinn. Þessi grundvöllur er auðvitað ekki fyrir hendi í iðnvæddu nútímaþjóÖfélagi. Ef allir eiga að fá sömu og sameiginlega menntun, verður að veita hana í skólunum. Allt stuðlar að því, að þetta sé hægt. Uér er engin rótgróin menningarleg yfir- stétt, sem situr yfir arfgengum réttindum, svo sem forgangsrétti að skólum og menntastofnunum. Og hér er lieldur engin menntasnauð lágstétt, sem lyfta þarf upp úr hefðbundinni fáfræði og van- kunnáttu. Við erum þannig því scm næst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.