Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 118

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 118
228 ÓLAPUR JÓNSSON ANDVARI tökudrengsins, einmanaleik lians og ör- yggisleysi; og húsbóndi hans er af sömu náttúru, harðneskjulegur risi, óskiljanleg- ur drengnum og til alls vís. Niðurlag sög- unnar verður fyrir vikið áhrifamikið, ein- falt og sterkt í senn. Svipuðu máli gegnir um fyrstu sögu bókarinnar, Skyttuna, þótt hún sé í sjálfu sér flóknari. Astarsagan að sögubaki, náttúrulýsingin og frásögnin af slysaskotinu, allt verða þetta þættir í minnilegri og þróttugri mannlýsingu sög- unnar. Eins og fyrr segir virðist mér und- irtónn þessara sagna ljóðrænn, hin næma tilfinning Hannesar fyrir manninum í náttúrlegu umhverfi sínu; og honum heppnast allvel að gæða hana lífi og lit í einföldu formi þar sem ytri lýsingar og söguefni verða ekki til að villa. Önnur dæmi þessa eru Fæddur úrsmiður og I djúpum skörðum, hvort tveggja mjög einfaldir þættir að ytri gerð. Báðir hafa þeir að uppistöðu næsta kímilega mann- lýsingu, og hér lánast hún allvel þar sem nýtur Ijóðræns mannskilnings Hannesar. I seinni sögunni tekst honum jafnvel það háskabragð að persónugera náttúruna í upphafi sögunnar; söðlasmiðurinn verður skemmtilega geðfelldur í vanmætti sín- um í miðri öræfaógninni. Um takmark- anir Hannesar vitna hins vegar t. d. aðrar sögur bókarinnar en Skyttan þar sem meira eða minna er fjallað um ástir. (Ein- kennishúfan, Brúarvígslan, Kvenfólk og hrennivín.) Þótt frásagnafhátturinn sé líkur á yfirborði allra sagnanna týnist hér hin Ijóðræna tilfinning í krókum sögunnar, og það sem eftir stendur er ekki meira en meðalsnotur blaðamennska. Eina sögu langar mig að nefna enn: það er í haustbrimunum, síðasta sagan í bókinni og um sumt sérstæðust. Hér nýt- ur sín enn vel hinn ljóðræni stíll Hann- esar, og þótt sagan sé dul og ekki víst að hún komist öll til skila verður hún manni með sínum hætti einna minnisstæðust úr bókinni. Og þessi áhrif eiga að vissu leyti við um bókina í heild: Sögur að norðan eru ekki stórmæli og sæta kannski ekki verulegum tíðindum, en hin betri helft bókarinnar er einkar notaleg lesning og verður lesanda kærkominn viðauki við Ijóð Hannesar Péturssonar enda mjög af sama toga. Idversu skammt viðleitni til ljóðrænn- ar náttúrulýsingar getur dugað verður vcl ljóst af bók Sigurjóns Jónssonar frá Þor- geirsstöðum, Sandi og sæ. Idér er ekki ætlunin að ástunda samanburð þeirra Hannesar og Sigurjóns, enda væri það fráleitt sanngjarnt, en athugunin býður sjálfri sér heim: Sigurjón freistar nefni- lega víða Ijóðrænu í sögum sínurn og ferst það misjafnlega, hættir annars veg- ar við óhóflegri viðkvæmni og jafnvel væmni, hins vegar uppgerð og hálfgerðu orðaprjáli. Sögur hans bera því enn vitni sem vitað var, hversu skammt nokkur list- rænn hæfileiki ásamt góðum vilja dugar í skáldskap ef brestur stöðuga einbeitni, ögun og ómenguð listræn viðhorf. Sigurjón Jónsson mun vera allroskinn höfundur og hefur birt sögur sínar og þætti í blöðum og tímaritum, en Sandur og sær er fyrsta bók frá hans hendi. Sam- kvæmt útskýringu á bókarkápu er hér um að ræða eins konar úrval úr „nýjum og gömlum smásögum, lífsmyndum og stemningum" höfundar. í bókinni kennir hka allmargra grasa, sumt er þar eigin- legar smásögur, annað nær því að geta heitið „stemningar" eða Ijóðrænir þættir, og sumt virðist nánast i ætt við ævintýri. Margir þættir Sigurjóns eru einhvers kon- ar heimilisblaðamennska í petítstíl, þætt- ir sem ætlað er að „vekja til umhugsun- ar“, bregða upp fyrir lesanda áminnandi eða bætandi myndum. (Dæmi: Ef til vill, Öldungurinn á steininum, Blátt blað, Söngvarinn). Sigurjón ann föðurlandi sínu, náttúru landsins, dýrum og gróðri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.