Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 43

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 43
ANDVARI SKÓLAKERFI OG ÞJÓÐFÉLAG 153 þjóðfélaginu; og til eru þeir, sem draga í efa, að nokkur vísindi fái unnið bug á þeirri skammsýni. Að sjálfsögðu þarf enga óvenjulega framsýni til þess, að finna á hverjum tíma eitthvað, sem aflaga fer, einhvern skort, sem úr þarf að bæta. Og oftast er einhver lausn nærtæk, svo að umbóta- menn skortir aldrei verkefni og sjaldan úrræði; menn deyja sjaldnast ráðalausir um þjóðfélagsmál. Hitt er öllu sjaldgæf- ara, að menn sjái fyrir afleiðingar þeirra úrræða, sem til er gripið, að þeir skilji hin margslungnu tengsl milli eins vanda- rnáls og annars, að þeir kunni að spá um lokastig þeirrar þróunar, sem þeir stuðla að. Það var ekki svo til ætlazt, að verk- legar framfarir í íslenzkum landbúnaði yrðu aldagamalli hændamenningu að fjörtjóni, þótt sú virðist ætla að verða raunin á. Enginn ætlaðist til þess, að vaxandi borgarmenningu í hinum stóra, unga höfuÖstaÖ okkar fylgdi vaxandi borgarómenning, og þó rennur þar ómenn- ingin sumpart af sömu rót og menn- ingin. Og enginn forystumaður í skóla- málum landsins mun nokkurn tíma hafa til þess ætlazt, að efling skólanna ylli hnignun heimilanna. Á tímum mikilla og örra þjóÖfélags- breytinga er það tíðast svo, að mönnurn er aðeins að hálfu ljóst, hvað er að ger- ast. Menn hafa aÖeins hálfa meðvitund um það, hvaða öfl það eru, sem þeir í senn stýra og láta stjórnast af, sjá aðeins til hálfs, hvert sú braut stefnir, sem þeir ryðja viljugir og fylgja nauðugir viljugir. (Það er ef til vill sérstök ástæða til að taka það fram, að þetta virðist ekki einungis eiga sér stað í lýðfrjálsum þjóðfélögum, sem setja traust sitt á samspil fjölbreyttra viðhorfa og andvígra afla, heldur einnig þar, sem menn hafa komizt lengst í alls- herjarskipulagningu þjóðlífsins undir stjórn alvaldra leiðtoga með rammeflt fé- lagslegt hugmyndakerfi að iiakhjarli). Af þessum orsökum stafar það, virðist mér, að þegar menn staldra við á framvindu- brautinni eða breytingaskeiðinu og litast um, furðar þá venjulega á því, sem fyrir augun ber. Við könnumst öll við það, að áhrifamenn í þjóðfélaginu — þeir, sem miklu hafa áorkað og mörgu komiÖ af stað — þurfa ekki að ná ýkja háum aldri til þess, að svo geti farið, að þeir þekki ekki afleiðingar sinna eigin verka, skilji ekki lokamynd þeirra breytinga og nýj- unga, sem þeim sjálfum tókst bezt að koma í kring. Þetta ferst engum að leggja þeim til lasts. Og þaðan af síður er rétt- mætt að lasta okkur hin — almenning- inn, sjálft þjóðfélagsefnið, sem verið er að breyta — þótt við ekki skiljum af sjálfsdáðum og fyrirhafnarlaust, hvað cr að gerast í kringum okkur og enda innra með okkur sjálfum. Saga íslenzku þjóðarinnar — eins og raunar saga allra vestrænna þjóÖa — sið- ustu hundrað árin er saga stórfenglegrar þjóðfélagsbyltingar. Og sú bylting stend- ur enn yfir; við erum enn á hraðri ferð eitthvað út í framtíÖargeiminn, og alls ekki víst, að við komumst fyrst um sinn á nokkurn sporbaug um fasta miðju. Það er því sízt að undra, þótt skilningi okkar á því, hvar við erum stödd, sé í mörgu ábótavant, og mikið skorti á sjálfræði okkar um það, hvert við stefnum. Engu að síÖur má sjá margvísleg merki þess, að við viljum nú gjarnan litast um og reyna að átta okkur, eða þó ekki væri nema virða vandlega fyrir okkur eitt- hvað af því nýstárlega, sem við höfum óafvitandi verið að skapa síðustu manns- aldrana. Þetta ættum við líka að geta. í fyrsta lagi er það of augljóst mál til að fara um það mörgum orÖum, að þær breytingar, sem þegar hafa átt sér stað, eru óaftur- kallanlegar. 1 öðru lagi skiljum við hæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.