Andvari - 01.03.1969, Page 5
HALLDÓR HALLDÓRSSON:
ALEXANDER JÓHANNESSON
HÁSKÓLAMAÐURINN
Ætt og uffvöxtur.
Alexander Jóhannesson fæddist á Gili í Sauðárhreppi í Skagafjarðarsýslu
15. júlí 1888. Faðir hans var Jóhannes Davíð Olafsson, sýslumaður Skag-
firðinga (1855—1897). Bjó hann fyrst á Gili, en síðar á Sauðárkróki og and-
aðist þar. Jóhannes var sonur Ólafs Einarssonar Johnsens (1809—1885), pró-
fasts á Stað á Reykjanesi, sem var mjög nafnkenndur maður á sinni tíð. Kona
Olafs var Sigríður Þorláksdóttir í Móum, prests í Kjalarnesþingum, Lofts-
sonar. Faðir Ólafs var Einar Jónsson stúdent. Hann stundaði kaupsýslu í
Reykjavík. Einar og Sigurður Jónsson, faðir Jóns Sigurðssonar forseta, voru
hræður, en Ingibjörg, kona Jóns forseta, var dóttir Einars og því systir Ólafs
Johnsens. Kona Einars og amma Alexanders var Ingveldur Jafetsdóttir, dóttir
Jafets yfirskerara í Reykjavík, Illugasonar, en Jafet, sem var prófastssonur frá
Hruna, hafði flutzt til Reykjavíkur, eins og ýmsir aðrir, í sambandi við ,,inn-
réttingar" Skúla fógeta. Var hann titlaður „monsieur" og kona hans Þorbjörg
Eiríksdóttir „madame". Sýnir þetta, að þau hafa verið talin í röð heldra fólks
a sinni tíð. Af Ingveldi, sem var einkadóttir þeirra Jafets og Þorbjargar, er
mikill og merkur ættleggur kominn.
Jóhannes, faðir Alexanders, lauk embættisprófi í lögfræði 1883 með
fyrstu einkunn (99 stigum). Var hann sama ár settur málafærslumaður við
Landsyfirréttinn, en var næsta ár veitt Skagafjarðarsýsla og 1886 Borgar-
fjarðar- og Mýrasýsla, en fékk árið eftir leyfi til að halda Skagafjarðarsýslu og
gerði það til dauðadags. Um hann segir svo í Sýslumannaævum: „Jóhannes
sýslumaður var ljúfmenni og mjög vel látinn af sýslubúum sínum" (IV,811).
Mun þetta ekki ofmælt, því að hann afsalaði sér Borgarfjarðar- og Mýrasýslu
að beiðni Skagfirðinga (Sýslumannaævir III, 380), en slíkt hefði varla gerzt,
ef hann hefði ekki verið vel látið yfirvald. Fleiri samtímaheimildir eru um
vinsældir Jóhannesar. Þannig segir Matthías Jochumsson, mágur hans —