Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 10
8
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARI
nefnist samanburðarmálfræði, náð háum þrosha — og Danir lröfðu einmitt
átt og áttu þá mjög nafnkennda menn á þessu sviði.
Einhver fyrsti mikli brautryðjandinn á sviði samanburðarmálfræðinnar
var Daninn Rasmus Christian Rask (1787—1832), sem í ritgerð sinni Under-
sögelse om det gamle Nordiske eller Islandske Sprogs Oprindelse gerði fyrst-
ur manna grein fyrir germönsku hljóðfærslunni.1) Síðar á 19. öld sendi
annar Dani frá sér ritgerð, sem einnig olli straumhvörfum og skýrði margt,
sem virtist ekki koma heim við hljóðfærsluna. Ritgerðin, sem nefndist Eine
Ausnahme der ersten Lautverschiehung, kom út 1875, en þar setur höfund-
urinn, Karl Verner (1846—1896), fram það lögmál, sem síðan er við hann
kennt og nefnt Vernerslögmál. Og á námsárum Alexanders eru starfandi í
Höfn jafnfrægir málfræðingar og Vilhelm Thomsen (1842—1927), Her-
mann Miþller (1850—1923), Kristoffer Nyrop (1858—1931) og Otto Jesper-
sen (1860—1943). Allir urðu þeir kennarar hans. Prófessor Alexander minn-
ist að vísu ekki á Vilhelm Thomsen í Skírnisgrein sinni 1964 (Um rann-
sóknir minar í málfræði). En í stuttu æviágripi (Lebenslauf) aftan við
doktorsritgerð sína nefnir hann Thomsen og ýmsa fleiri, þeirra á meðal
Verner Dahlerup.
En það er ekki aðeins í Danmörku, sem málvísindalegar rannsóknir
standa hátt um þessar mundir, ekki sízt á sviði sögulegrar málfræði og sam-
anburðarmálfræði. í Noregi (Hjalmar Falk, Alf Torp) og í Svíþjóð (t. d.
Adolf Noreen og Axel Kock) og ekki síður í Þýzkalandi standa þessi vísindi
í miklum blóma.
Það er alkunna, að fræðigreinir, sem eru í örum vexti og eiga gáfuðum
áhugamönnum á að skipa, draga að sér unga efnismenn. Og þannig hefir
því einmitt verið háttað um Alexander Jóhannesson. Hann hefir séð, hve
miklum árangri varð náð í samanburðarmálfræði, og jafnframt gert sér Ijóst,
hve víðtækari rannsóknir á íslenzkri tungu gætu víkkað rannsóknarsviðið og
fyllt í eyður þess, sem ábótavant var í sögu og samanburði germanskra mála.
En þó er sýnt, að hugur hans hefir verið nokkuð skiptur. Áhugi hans á bók-
menntum, sem raunar entist alla ævi, hefir togað í og dró hann út af beinni
1) Til gamans má geta þess, aÖ Rask lauk ritgerðinni á íslandi, er hann dvaldist hér 1813-
1815, og sendi hana héðan 1814 til Hafnar. í formála segir hann: „Nærværende Arbejde . .. blev
tilsidst udarhejdet under mit Ophold i Island, og derfra 1814 nedsendt til Kjöbenhavn," hls. VII.
Hún kom út 1818.
j