Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 11
andvahi
ALEXANDER JÓHANNESSON
9
braut málvísindanna um stundar sakir. En áður en að því verSur vikiS, er
rétt aS gera sér grein fyrir, hver áhrif líklegt er, aS kennarar hans viS Hafnar-
háskóla hafi á hann haft.
VíStækust og varanlegust áhrif á Alexander virSist Hermann M0Íler
hafa haft.1) Hann hafSi lært viS þýzka háskóla og lokiS doktorsprófi í Leipzig
1875 meS ritgerS um efni úr indógermanskri samanhurSarmálfræSi. (Die
Palatalreihe der indogermanischen Grundsprache im Germanischen). En
mesta athygli mun þó hafa vakiS rit hans Semitisch und Indogermanisch,
sem út kom 1906, þar sem fjallaS er um samband samhljóSa í semitískum
og indógermönskum málum. Þar er meS öSrum orSum gerS tilraun til aS
sýna fram á frumskyldleika þessara málaflokka. Hér skal ekki um þessa
kenningu fjallaS. Líkindi mála geta af ýmsu stafaS, ekki einungis skyld-
leika. Hér er á þetta minnzt vegna þess, aS í rauninni beindist áhugi próf.
Alexanders síSari ár hans aS því aS víkka út þessa kenningu læriföSur síns,
Hermanns Mpllers, þ. e. aS sýna fram á, aS flest tungumál heims ættu sam-
eiginlegan uppruna. Og þaS er — í ljósi þessa — ef til vill engin tilviljun, aS
athuganir hans um þetta beindust fyrst aS samanburSi hebresku og indó-
germönsku, sbr. Skírni 1964, bls. 161.
Otto Jespersen virSist hafa haft miklu minni áhrif á Alexander. Á þaS
má t. d. benda, aS próf. Alexander sinnti aldrei rannsóknum á nútímahljóS-
fræSi, og lítiS fór fyrir henni í kennslu hans, þótt kennari hans Jespersen
væri mikill hljóSfræSingur. Og málheimspeki Jespersens féll ekki heldur í
góSan jarSveg hjá Alexander. AS sumu leyti virtist mér hann vera andvígur
kenningum Jespersens á þessu sviSi, t. d. aS breyting mála frá flóknara beyg-
ingakerfi til einfaldara væri þróun fram á viS. Annars voru próf. Alexander
slíkar vangaveltur framandi, svo aS erfitt er aS segja beint um afstöSu hans.
Kristoffer Nyrop, kennari Alexanders í frönsku, sem frægastur er fyrir
hiS mikla verk sitt Grammaire historique de la langue frangaise, virSist hafa
haft meiri áhrif á Alexander en Jespersen. Má í því sambandi minna á, aS
hók hans Hugur og tunga (Rvk. 1926) minnir aS ýmsu á bók Nyrops
Ordenes liv.
Christian Sarauw var dósent í þýzku máli og bókmenntum viS Hafnar-
1) í æviágripi (Lebenslauf) aftan við doktorsritgerð sína þakkar Alexander próf. M0ller fyrir
ntenntun sína í germönskum fræðum með svofelldum orðum: „Insbesondere habe ich meine ger-
manistische Ausbildung Herm. Möller in Kopenhagen zu verdanken."