Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 15
andvari
ALEXANDER JÓHANNESSON
Í3
Alexander ritaði allmikið um þýzk skáld og menntamenn í Almanak Hins
íslenzka þjóðvinafélags.
Af öðrum bókmenntaritgerðum próf Alexanders mætti nefna, að hann
skrifaði um fegurð kvenna í nýíslenzkum skáldska,p (Edda 5 (1916), bls.
352—372), um Messíasarkviðu Klopstocks (í Jón Þorláksson 1744—1819—
1919. Dánarminning. Æfisaga, Ijóðmæli og fleira. Rvk. 1919, bls. 167—
170), um nútímabókmenntir íslenzkar (í Mitteilungen der Islandfreunde
1922 og 1923), um bókmenntalegt samband Islands og Þýzkalands (í Edda
18 (1922), bls. 265—280), og fleira mætti enn telja.
Af svipuðum toga eru spunnar ritgerðirnar Menningarsamband Erakka
og íslendinga. Rvk. 1944 (Studia Islandica 9), ísland í frönskum bók-
menntum (Samtíð og saga III, 236—253) og Menningarsamband Þjóðverja
og Islendinga (Skírnir 1960, bls. 47—60).
Af því, sem nú hefir verið talið, má sjá, að á sviði bókmennta hefir próf.
Alexander afkastað miklu. Og fullyrða má, að margt, sem bann gerði til
kynningar þýzkum bókmenntum, einkum ljóðlist og leikritun, befir baft
áhrif og gert klassíska þýzka orðlist aðgengilegri íslenzkri alþýðu. Að þessu
leyti — eins og á mörgum öðrum sviðum — var próf. Alexander frömuður
menningar, þótt vafalaust hafi skáldskapur fyrst og frernst verið honum ,,at-
hvarf og unaðsbót“, eins og próf. Steingrímur J. Þorsteinsson komst að orði
um þátt skáldskapar í lífi Alexanders (Morgunbl. 15. júní 1965, bls. 20).
Málvísindi.
Áður hefir verið fjallað urn stefnur og menn, sem mótuðu Alexander
Jóhannesson á námsárunum, og skal ekki meira fjölyrt um það, beldur reynt
að vega og meta hans eigin verk. Próf. Alexander var um fram allt saman-
burðarmálfræðingur, þ. e. ábugi bans beindist frá upphafi að samanburði
tungumála, og þessi stefna hans hélzt, en víkkaði mjög með aldrinum — að
mínum dómi um of, þannig að ég gat ekki aðhyllzt aðferðir hans og niður-
stöður, eins og þær birtust í síðari ritum hans. En að þessu kem ég síðar.
Oftrú próf. Alexanders á gagnsemi samanburðar tungumála olli því, að hon-
um sást oft yfir, að söguleg rannsókn einhvers tiltekins máls eða tiltekins
atriðis í þróun máls er oft nauðsynleg til styrktar samanburðinum. Þetta ber
þó ekki svo að skilja, að hann væri andvígur slíkum sögulegum rannsóknum.
Því var alveg öfugt farið, eins og betur mun rökstutt verða. Próf. Alexander