Andvari - 01.03.1969, Side 22
20
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARI
próf. Alexanders. En til skilnings á hinni erlendu gagnrýni skal flokkun
hans sýnd: l.Tökuorð. 2. Samlögun. 3. Veiklaðar (erweichte) myndir. 4.
Tvöföldun fyrir áhrif j. 5. Tvöföldun fyrir áhrif w. 6. Hljóðgervingar. 7.
Stuttmyndir (Kurzformen), t. d. gælumyndir. 8. Endurtekninga- og herði-
myndir (Iterativa und Intensiva).
Prófessor Wolfgang Mohr ritaði um Die Mediageminata í Deutsche
Literaturzeitung 46. hefti (1933), dálk 2172—2173, og segir, að í flokkun
próf. Alexanders sakni hann markvísari (strangari) kerfunar („Man vermisst
in dieser Aufreihung eine strengere Systematik.). Próf. Mohr rökstyður gagn-
rýni sína á þann hátt, að tökuorð séu orðmyndir, sem tilviljun ákveði („Zu-
fallsformen"), samlögun og tvöföldun fyrir áhrif j og w séu hljóðbreytingar,
sem óháðar séu merkingu („Lautwandel ohne Riicksicht auf die Bedeut-
ungsverháltnisse", tilvitnun til L. Bloomfields), en hljóðmynd og merking
séu nátengd í hinum flokkunum („bei den restlichen Gruppen urn Wort-
bildung, bei denen Lautgestalt und Bedeutung engen Bund eingegangen
sind“).
Svipuð er gagnrýni André Martinet í Revue germanique 1932, bls. 515
—517. Hann telur, að flokka þurfi efnið á djarfari og nýstárlegri hátt („II
manque donc á cette ouvrage regroupement des materiaux fait dans un esprit
plus hardi et plus neuf“). Hann ræðir sérstaklega flokka 3, 6 og 8 og kveður,
að þurft hefði þar nákvæmari flokkun („classement plus précis et plus souple
que celui que l’on donne ici“).
Um 1930 verða nokkur þáttaskil í málfræðistörfum próf. Alexanders.
Um það leyti má segja, að annað skeiðið í þeim hefjist. Þá fer hann að
hyggja á að semja íslenzka orðsifjabók (etýmólógíska orðabók). Urn þessar
mundir kemur rit mikið rit Alois Walde, Vergleichendes Wörterbuch der
indogermanischen S'prachen I—III, herausgegeben und bearbeitet von Julius
Pokorny. Berlin und Leipzig 1927—1932, og mun þessi bók hafa haft mikil
áhrif og orkað sem hvatning á próf. Alexander. Þá átti það sinn þátt, að hann
hitti ýmsa ameríska starfsbræður sína þjóðhátíðarárið, og skorðuðu þeir á
hann að semja íslenzka orðsifjabók, og lofaði hann því hálft í hvoru. Um
þetta hvort tveggja getur hann í Skírni 1964. En hér við bætist, að próf.
Alexander hafði fengið mikið hrós sem orðsifjafræðingur í ritdómum um
eldri verk sín. Skal nú nokkuð af því rakið. I áður nefndum ritdómi sínum
um íslenzka tungu í fornöld segir Gustav Neckel, að próf. Alexander hafi