Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 24
22
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARI
sakanir aðrar en þær, sem beint leiÖa af eðli málsins, þ. e. almennu öryggis-
leysi fræðigreinarinnar, hefir höfundur fyrir því, að verk hans varð ekki eins
fræðilega merkilegt og ákjósanlegt hefði verið. I fyrsta lagi er verkið frum-
smíð, og öll frumsmíð stendur til bóta. Þetta er, sem sé, fyrsta íslenzka orð-
sifjabókin, sem nær bæði til fornmáls og nútímamáls. Hitt atriðið er, að um
þær mundir, sem próf. Alexander semur verk sitt, hafa háskólamálin, rektors-
störfin og byggingamál Háskólans, tekið hann föstum tökum, dreift huga
hans, sóað tíma þeim, sem hann hefði ella notað til fræðiiðkana, svo að verkið
er að verulegu leyti unnið í ígripum. I fyrrnefndri Skírnisgrein segist höf-
undur hafa unnið að þessu verki ,,á köflum“ í lífi sínu — og getur þess, að
hann hafi starfað að því á sumrum í sumarbústað sínum á Þingvöllum
(Skírnir 1964, bls. 159). Þetta sýnir, að samfelldum tíma hefir hann ekki
getað eytt í ritið, en það er eðlilega mjög vont um verk, sem jafnmikillar ein-
beitingar er þörf við.
En þótt finna megi marga galla á orðsifjabók próf. Alexanders, er því
ekki að leyna, að þetta verk hans er stórvirki, sem fræðimenn verða óhjá-
kvæmilega að leita til. Albert M. Sturtevant, sem skrifaði ritdóm um fyrstu
hefti bókarinnar í The Journal of English and Germanic Philology 1952
(Vol. LI, No. 3, bls. 410—416) lýkur honum með, að bókin muni — þótt að
henni megi finna — verða talin eitt af meiri háttar afrekum í germanskri mál-
vísi á okkar tímum („will undoubtedly in spite of certain inherent faults he
considered as one of the major achievements in Gmc philology during our
era“). Og þessum orðum kveðst Bjarne Ulvestad (Indiana University) sam-
þykkur („Man muss Professor Sturtevant unbedingt heistimmen") í ritdómi
um hókina í sama tímariti 1956 (Vol. LV, No. 3, bls. 495—499).
I Skrá um rit háskólakennara 1952—1960 segir próf. Alexander: „Öger-
legt er að að vitna í alla ritdóma um þetta verk. Llefi séð milli 30 og 40, en
ekki alla. Ritdómar hafa birzt m. a. í Englandi, Frakklandi, Llollandi, Sviss,
Italíu, Þýzkalandi, Austurríki og Bandaríkjunum. Á Islandi m. a. í Skírni
1957, bls. 229—236 eftir Magnús Finnhogason." Þessi fjöldi ritdóma sýnir,
að bókin hefir vakið athygli málvísimanna austan hafs og vestan. Ég hefi
ekki séð nerna lítið brot af þessum ritdómum. Rækilegastur þeirra, sem ég
hefi séð, er ritdómur Kemps Malones, sem birtist í 4 heftum af Language
(Vol. 28 (1952), bls. 527-533; Vol. 30 (1954), bls. 528-544; Vol. 32
(1956), bls. 340-351, og Vol. 33 (1957), bls. 465-467). Próf. Malone hefir