Andvari - 01.03.1969, Side 31
ANDVARI
ALEXANDER JÓHANNESSON
29
Á fyrstu fundum nefndar þeirrar, er unnið hefur að frumvarpi
þessu, lýsti ég yfir skoðun minni, en hún er sú, að banna skuli ættar-
nöfn og kenna sig við föður sinn, eins og tíðkazt hefur frá upphafi
Islands byggðar . . .“ *)
Afstaða próf. Alexanders til þessara mállegu vandamála, sýnir hvort-
tveggja í senn: að hann ann íslenzkri tungu, eins og hún er, og vill því
hreinleika hennar sem mestan. En jafnframt koma fram í henni þjóðleg við-
horf, viðleitni til að varðveita gamlan menningararf.
Eg skil vel afstöðu próf. Alexanders, en ég hygg, að alger andstaða gegn
nýjum tökuorðum og fullkomin andstaða gegn ættarnöfnum sé óraunsæ.
En í þessu sem öðru sýndi Alexander, að hann hafði skoðun, þorði að halda
henni fram og berjast fyrir henni.
Orðabók Háskólans.
Elm svipað leyti og Island verður sjálfstætt ríki, koma upp raddir um
það, að nauðsyn beri til að hefja vinnu að íslenzk-íslenzkri orðabók. Á fjár-
lögum 1918 og 1919 voru veittar kr. 6000 til þessa verks (þ. e. kr. 3000
hvort árið). Hafði dr. Birni Bjarnasyni frá Viðfirði verið falið að annast
starfið. Áttu þeir Þórbergur Þórðarson og síra Jóhannes L. L. Jóhannsson að
vera honum til aðstoðar. Dr. Björn lézt í spönsku veikinni 1918, svo að lítið
varð úr þessu orðabókarverki.
En því er minnzt á þetta hér, að hugmyndin um þessa orðabók er eins
konar undanfari hugmyndarinnar um Orðabók Háskólans, svo og vegna þess
að Alexander Jóhannesson tók þátt í blaðaskrifum um málið. Ég get ekki
stillt mig um að taka upp nokkuð af því, sem Alexander skrifaði um málið,
því að hann markaði þar sömu stefnu og síðar var fylgt, er Orðabók Háskól-
ans var komið á laggirnar. Þess má geta, að Finnur Jónsson prófessor tók í
sama streng án þess að hafa lesið greinir Alexanders. Lenti þetta í deilu
milli hans og Jóhannessar L. L. Jóhannssonar, sbr. Lögréttu 2. apríl 1919
(F. J.), 30. apríl 1919 (J. L. L. J.), 16. júlí 1919 (F. J.) og 6. ágúst 1919
(J. L. L. J.).
1) Sjá um þetta grein mína íslenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans. Skímir 1967,
34-57.