Andvari - 01.03.1969, Side 39
ANDVARI
ALEXANDER JÓHANNESSON
37
ræðu hans í tilefni af því, að Atvinnudeildin var tekin í notkun, var það
alltaf hugsun hans, að hún heyrði raunverulega undir Háskólann, en efa-
semdir hefir hann haft um, að sú yrði raunin. I lok greinar sinnar er þessi
hjartsýnismaður svartsýnn og lýkur henni svo:
„Þótt svo virðist sem nokkuð hafi hirt um framtíð háskólans við
byggingu þá, sem nú er í smíðum, stofnun atvinnudeildar og væntan-
legrar kennaradeildar, má segja, að nú hangi dimmir skýjaflókar yfir
velferð þessarar æðstu menntastofnunar þjóðarinnar."
Við svipaðan tón kveður í Stúdentablaði 1. des. 1939, þar sem hann
hirti einnig orein, er nefndist Framtíð háskólans. Þar ræðir hann um launa-
mál háskólakennara og bendir á nauðsyn þess, að þeir geti sinnt starfi sínu
óskiptir. Þá fjallar hann um tillögur Háskólaráðs um eflingu Háskólans, að
komið verði á fót kennslu í viðskiptafræðum, verkfræðinámi til fyrri hluta
prófs, náttúrufræðinámi og hagfræðinámi.
Sumt af því, sem próf. Alexander gerði hér tillögur um, komst í fram-
kvæmd í rektorstíð hans. Þannig var stofnað til kennslu í verkfræði haustið
1940. Viðskiptaháskóli hafði verið settur á fót sem sjálfstæð stofnun 1938,
en var sameinaður Háskólanum 1941, og til B. A.-náms var stofnað með há-
skólareglugerðinni frá 1942. Allt var þetta að vísu smátt í sniðum í fyrstu,
en hefir að nokkru eflzt og á væntanlega fyrir sér að eflast, er stundir líða.
Af öðrum málum, sem heyra ekki beint undir Háskólann, en skipta hann
þó miklu, mætti nefna, að Alexander var formaður byggingarnefndar Þjóð-
nrinjasafns. Þá var hann formaður Islenzk-dansks orðabókarsjóðs (Blöndals-
sjóðs) um skeið. Má þakka honum það, að Blöndalsorðabók var ljósprentuð
1951 — 1952. Var því fyrirtæki ekki spáð góðu, en gekk svo vel, að hægt var
að ráðast í viðbótarbindi við bókina, og kom það út 1963.
Önnur félagsstörf og vFðurkenmng.
Menn skyldu ætla, að það, sem nú hefir verið talið, væri nægilegt ævi-
starf afburðamanni. En þetta nægði próf. Alexander ekki. Hann lét mörg
fleiri mál til sín taka. Hér er þó aðeins rúm til að rekja fátt.
Próf. Alexander var einn af frumherjum íslenzkra flugmála. Hann var
framkvæmdastjóri Flugfélags íslands (hins eldra) 1928—31 og ritaði bókina
f lofti (Rvk. 1933) um flugmálefni.
Próf. Alexander átti sæti í Utvarpsráði 1930—1934, var um skeið for-