Andvari - 01.03.1969, Page 40
38
IIALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARl
maður Germaníu og í stjórn Almenna bókafélagsins. Honum var falið hið
umfangsmikla og erfiða starf að vera formaður þjóðhátíðamefndar við stofn-
un lýðveldis á lslandi 1944. Margt fleira af þessu tæi rnætti telja.
Fyrir mikilsverð störf sín og mikla mannkosti var próf. Alexander sæmd-
ur fjölda heiðursmerkja, sem hér verða ekki talin. Hann átti sæti í Vísinda-
félagi Islendinga, var heiðursfélagi í hollenzka vísindafélaginu í Utrecht og
Fellow of Society of Arts í Bretlandi.
Fyrir ómetanleg störf í þágu Háskóla íslands var próf. Alexander sæmd-
ur heiðursdoktorsnafnbót í lögum (dr. jur. h. c.) á hálfrar aldar afmæli Flá-
skóla Islands. Fyrir alla þá viðurkenningu, sem próf Alexander hlaut, var
hann mjög þakklátur og mat hana mikils.
Lohaorð.
Á fyrsta stúdentsári mínu var Alexander Jóhannesson ókvæntur maður,
en bjó höfðinglega við Vonarstræti. En árið 1934 bætti hann ráð sitt og
kvæntist Hebu Geirsdóttur, vígslubiskups á Akureyri, Sæmundssonar. Þá
er við gerðumst samkennarar, hafði hann keypt sér nýja íbúð við Flring-
braut og hjó þar til dauðadags, 7. júní 1965.
Við Alexander áttum, sem vænta mátti, mikils háttar samskipti, með því
að hann var aðalkennari minn á stúdentsárunum og nánasti samstarfsmaður,
eftir að ég tók við embætti í Háskólanum. Á samstarf okkar og vináttu bar
aldrei skugga.
Eg hefi rakið hér að framan helztu verk Alexanders, og vitanlega eru
það verkin, sem lýsa manninum bezt. Atorka, lærdómur, góðvild og hug-
kvæmni voru fremstu einkenni hans.
Próf. Alexander var höfðinglegur í fasi, stór í hugsun og fylginn sér í
athöfnum. Segja má, að sum verka hans beri því vitni, að hann hafi verið
fljóthuga um of. En ef hann hefði ekki haft þennan fljóthug til að hera,
velt meira vöngum, hefði ástandið í háskólamálum okkar verið mun verra
en það er nú. Með verkum sínum sýndi hann, að hann var míkíll mabur,
maður, sem markaði djúp spor i samtíð sína. Hann er persónuleiki, sem
alltaf mun verða minnzt með virðingu og þökk í sögu Háskóla Islands.