Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 44

Andvari - 01.03.1969, Page 44
42 VALDIMAR J. EYLANDS ANDVARI fræðinga hafa einkum verið hin vestlægu Austurlönd, Egyptaland, Mesopotamía, Palestína, Jórdanía, Sýrland og Litla-Asía. Talið er, að vagga vestrænnar menn- ingar hafi staðið í þessum löndum og þangað megi rekja spor manna, unz þau hverfa með öllu í sandi tímans. Á síðari árum hefir áhugi manna á þessari fræðigrein farið mjög vaxandi. Raunvísindi nútímans hafa að mörgu leyti breytt viðhorfi manna til framtíðar- innar. Sálarfræðin hefir sýnt leyndardóma hugans og hræringar tilfinningalífs- ins. Efnafræðin og eðlisfræðin hafa gert mönnum kleift að umskapa umhverfi sitt og jafnvel að ferðast til tunglsins. Margir vilja því einnig horfa um öxl, skyggnast inn í fortíðina, svo langt sem auðið er, og spyrja: Hvaðan? Hvers vegna? Hvar, og á hvern hátt hófst ferill mannsins á jörð? Augljóst er að forn- leifafræðin getur ekki, fremur en aðrar greinar mannlegrar þekkingar, svarað þessum spurningum til fulls. Þekking vor er enn í molum og mistri hulin, að því er snertir upphaf mannlífsins. En í fornleifafræðinni telja menn sig komast nær uppruna hlutanna en með bóklestri einurn, því að menn hafa skilið eftir ýmis ummerki um tilveru sína, löngu áður en ritöld hófst. En jörðin hefir geymt þessi ummerki trúlega, einkurn í þeim löndum, þar sem loftslag er heitt og raki lítill. En það er einkurn á síðari hluta aldarinnar sem leið og þeirri, sem nú er að líða, að mönnum hefir tekizt að sækja fróðleik um fortíðina í faðm jarðar. Er fornleifafræðin því talin ný vísindagrein. Það er óralangt síðan menn tóku fyrst að veita fornleifum eftirtekt. Assur- banipal Assyríukonungur (669—626 f. Kr.) er talinn hafa fyrstur manna gefið gaum að þessari fræðigrein, og hann var einnig fyrsti bókasafnari, sem sögur fara af. Hann sendi menn í ýmsar áttir, þar sem hann vissi af handritum, sem auðvitað voru leirtöflur með áletrunum, og lét gera skrár yfir og hlaða svo upp í sérstöku stórhýsi áföstu við höll sína í Níneve. I þessu safni má finna sendibréf, verzlunarsamninga, orðabækur, málfræðirit, landafræði, lagabálka og ritgerðir um sögu og guðfræði þeirrar tíðar. En konungur þessi lét sveina sína einnig leita í gömlum haugum og rústum og safna munum, er þar fundust. Yfirlýsing konungs um safnið hljóðar svo: „Ég lét safna þekkingu Nebós (þ. e. vísdóms- guðsins í goðahöll Babyloníumanna) í alls konar bókum og töflum, sem ég hefi uppritað, endurskoðað og skrásetja látið, til náms og lestrar." Hefir fræðahneigð og fyrirhyggja þessa konungs komið sér vel, því að safn þetta er ótæmandi fróð- leiksnáma um sögu, trúarbrögð og almenna menningu hinna fornu Assyríu- manna á blómaskeiði ríkisins. Nabonídus, sem var síðastur Assyríukonunga (556—539 f. Kr.), var einnig áhugasamur urn fornfræðileg efni. Elann lét safna minjum, sem fundust í fæð- ingarborg Abrahams, Llr í Kaldeu. Dóttir hans og systir Belshazzar, sem lét
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.