Andvari - 01.03.1969, Síða 47
ANDVABI
LJÓS ÚR AUSTRI
45
auðvitað ekki ávallt í samræmi við tilkostnað og fyrirhöfn. En allt sem í ljós
kemur er athugað með mestu nákvæmni jafnóðum, mælt og Ijósmyndað, þegar
um hræranlega hluti er að ræða. Oft finnast hinir furðulegustu munir, gull og
gimsteinar, og allavega löguð leirker. En lögun leirkera og gerð segir til um
aldur, vegna þess að viss gerð var ,,móðins“ á ákveðnum tímabilum. Einnig finn-
ast „múmíur“, eða uppþornaðar líkamsleifar þjóðhöfðingja, með öllu því tildri
og skrautmunum, sem tign þeirra bar í lífinu.
VAGGA VESTRÆNNAR MENNINGAR
Talið er, að vestræn menning eigi uppruna sinn í Frjósama beltinu, sem svo
er nefnt, en það er landspilda mikil, sem takmarkast af Nílardalnum að vestan,
Evfrat- og Tígrisdölunum að austan, arabísku eyðimörkinni að sunnan, en Litlu-
Asíu, Palestínu og Sýrlandi að norðan. Vatnsföllin miklu veittu landinu frjó-
semi og voru um leið eins konar þjóðvegir. Þá er tímar liðu, hurfu menn frá
lifnaðarháttum hjarðmanna, en tóku að stunda akuryrkju. Menn reistu föst
heimili, og smám saman mynduðust smáþorp og jafnvel stórborgir. Menn tóku
að stunda skrift og bókagerð. Samfélagshugsjónin þróaðist. Borgríki mynduðust,
sem lutu hvert um sig þjóðhöfðingja, sem nefndur var konungur; einnig hafði
hvert ríki sinn sérstaka verndarvætt eða guð. Þessi smáríki áttu oft í hernaði
sín á rnilli og eyddu hvert öðm á víxl með eldi og sverði. Er aldir liðu, urðu