Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Síða 48

Andvari - 01.03.1969, Síða 48
46 VALDIMAR J. EYLANDS ANDVARI mörg þessara ríkja mjög voldug og komust á hátt menningarstig. Mörg þeirra hafa látið eftir sig menjar í sögunni, en fleiri þó í moldinni og leirnum. Það er einkum á þessurn slóðum, að fornleifafræðin hefir leitt löngu gleymdar kynslóðir fram í dagsljósið og staðfest gamlar sagnir, sem áður voru taldar vafa- samar. Starfssvið fornleifafræðinnar hefir smám saman færzt æ lengra austur á bóginn til þeirra landa í Frjósama beltinu, sem litlar áreiðanlegar sagnir hafa áður verið til um. Margt merkilegt hefir komið í Ijós, að því er snertir fornsögu þjóða, sem byggðu þessi lönd frá órofi alda, og vestræna sögu og menningar- erfðir, sem þangað má rekja. Egyptaland. Talið er, að rekja rnegi sögu Egyptalands fimm árþúsundir aftur í tímann. Um 3100 f. Kr. sameinaði konungur nokkur, sem Menes er nefndur, Efra og Neðra Egyptaland, sem urn langt skeið höfðu verið sérstæð ríki, og var Memfis höfuðborg hins nýja ríkis. Rústir þessarar fornu borgar eru um tólf mílur fyrir sunnan Kairo, núverandi höfuðborg landsins. Um 2100 f. Kr. færðu Egyptar höfuðborg sína til Thebes, urn fjögur hundruð rnílur suður frá Kairo, og var stjórnarsetrið þar allt fram að 1300 f. Kr. Á vesturbakka Nílar, skammt frá Thebes, er hinn frægi grafreitur og gullnáma fornfræðinga, svo nefndur „Kónga- dalsgrafreitur". Það hefir oltið á ýmsu um stjórnarfar Egypta um aldirnar. Stund- um voru þeir sigurvegarar í örlagaríkum orustum, stundum hinir sigruðu. Stund- um var landið stórveldi, stundum nýlenda. Þar kom að lokum, að þjóðin missti sjállstæði sitt fyrir fullt og allt. Hver þjóðin eftir aðra muldi hana undir hælum; Libýumenn, Súdanmenn, Assyríumenn, Persar, Grikkir og Rómverjar. Loks varð hér brezkt leppríki og nú síðast lýðveldi undir stjómarforustu Nassers. Margt er í óvissu um fornöldina, en fornleifafræðin hefir leitt í ljós hulda dóma. Naumast verður sagt, að Egyptaland nútímans sé menningarríki á vestræna vísu, en þó verður því ekki neitað, að þjóðin á sér einstæða og merka menningarsögu. Allir kannast við pýramídana rniklu, en þeir hafa staðið af sér storma tírnans lengur en nokkur önnur mannvirki á jörð. Er hér um að ræða hin tröllauknu grafhýsi Egyptalandskonunga. Einhver hefir sagt, að þessi mannvirki séu svo gömul, að þau hafi gleymt, hver byggði þau. Það er erfitt nútímamönnum að gera sér grein fyrir aldri þeirra, því að svo fátt er til viðmiðunar í sögunni. Allir hafa þó hugmynd um, að það er æðilangt síðan Abraham eða Móses voru uppi. En jafnvel á þeirra tíð voru pýramídarnir eldri en svo, að nokkur maður vissi fyrir víst um aldur þeirra. Alls eru rúmlega sjötíu pýramídar í landinu. Egyptar trúðu því, að ef til vill rnundi sálin sameinast líkamanum einhvern tírna eftir dauðann. Það var því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og búa sæmilega urn líkið, eink-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.