Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 54
52
VALDIMAR J. EYLANDS
ANDVARI
dvalizt mörg þúsund árum áður en Jósúa bar þar að garði. Telja vísindamenn
öruggt, að Jeríkó haii verið byggð um átta þúsundir ára, og er bún þá sennilega
elzta borg í heimi.
Dauðahafs-handritin — Khirbet Qaumran.
í fjalllendi meðfram Dauðahafinu vestanverðu skammt frá Jeríkó er gamall
árfarvegur. Árið 1948 fann hjarðsveinn þar merkileg handrit í hellisskúta einurn.
Ekki har hann skyn á þetta og ekki heldur aðrir, sem sáu þessi handrit í fyrstu.
Brátt komust þó handritin í liendur fræðimanna, og varð þá Ijóst, að hér var um
merkilegasta fornleifafund aldarinnar að ræða. Merkust þessara rita voru æva-
forn eintök af ýmsum bókum Ritningarinnar, nokkur þeirra um þúsund árum
eldri en elztu handrit af þessum sömu bókum, sem áður höfðu þekkzt. Miklar
bókmenntir hafa sprottið upp í ýmsum löndum í tilefni af þessari uppgötvun;
hefir einnig verið skrifað um hana á íslenzku. Yfirleitt telja fræðimenn, að þessi
gömlu handrit staðfesti hinn áður kunna biblíutexta, þótt afbrigði séu nokkur
í smáatriðum.
Pias Shamra.
Svo er staður nefndur á norðausturströnd Miðjarðarhafsins, beint á móti
eyjunni Kýpur. Þarna var eitt sinn merkileg stórborg, sem nefndist Ugarit. Tvö
stór musteri stóðu þarna forðum, var annað þeirra helgað Baal, en hitt Dagan,
sem var helztur guða í norðurhluta Sýrlands til forna. 1 byggingu, sem stóð á
milli þessara mustera, fundust mörg hundruð leirtöflur með fleygletri af elztu
gerð árið 1929. Eru áletranir þessar á tungumáli, sem nefnist úgarízka, og er það
mál skylt bæði hebresku og máli Fönikíumanna. Mikið af þessu lesmáli er í
ljóðurn og svipar mjög til bragarhátta og hrynjandi í ljóðum Gamla testament-
isins, t. d.:
Það rignir olíu af himni
Dalirnir fyllast hunangi.
Mikill hluti þessa bókasafns fjallar um kananíska guði og hetjur. Þó kveður
við annan tón sums staðar, eins og t. d. þar sem gefnar eru leiðbeiningar um
meðferð og lækning húsdýra. Þar er einnig það þjóðráð gefið að sjóða kiðling í
mjólk, ef menn óska eftir regni. Það er athyglisvert, að Israelsmönnum var strang-
lega bannað að gera þetta, eins og sjá má í 2. Mósebók 23:19, og aftur í 34:26.
Er bannið tvítekið, með sömu orðum: „Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður
sinnar." Trúarbrögð Kanverja, sem túlkuð eru í Ras Shamra safninu, eru mjög
athyglisverð vegna auðsærra áhrifa þeirra á trúarhugmyndir Gyðinga, sem flutt-